Ríkissaksóknari athugar leka

Innanríkisráðuneytið
Innanríkisráðuneytið Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Ríkissaksóknari hefur nú til skoðunar hvort trúnaðarskjali, sem samið var í innanríkisráðuneytinu og varðar hælisleitenda hér á landi, hafi verið lekið til fjölmiðla. Ríkissaksóknari hefur sent ráðuneytinu fyrirspurn vegna málsins.

Í fréttatilkynningu sem birt var á vef ráðuneytisins í dag segir að athugun, sem ráðuneytið og rekstrarfélag stjórnarráðsins hafi gert á málinu, staðfesti að trúnaðargögn vegna umrædds máls hafa einungis farið til þeirra aðila sem samkvæmt lögum eiga rétt á þeim.

Ráðuneytið hafi því enga ástæða til að ætla annað en að öllum málsmeðferðarreglum hafi verið fylgt við meðferð þessa einstaka máls og starfsmenn ráðuneytisins og undirstofnana þess gætt fyllsta trúnaðar.  

Í tilkynningunni segir einnig að ráðuneytið muni á næstu dögum svara fyrirspurn ríkissaksóknara.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert