Fimm staðfesta umsóknir sínar

Ríkisútvarpið RÚV
Ríkisútvarpið RÚV mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Fimm umsækjendur, þeirra á meðal framkvæmdastjóri RÚV, hafa staðfest umsóknir sínar um stöðu útvarpsstjóra, en staðan var auglýst eftir að Páll Magnússon sagði upp störfum.

Þetta kemur fram á vef RÚV.

Þeir sem þar eru nefndir eru: Stefán Jón Hafstein, Magnús Geir Þórðarson, sem situr í útvarpsráði, og Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri RÚV og settur útvarpsstjóri. Í frétt RÚV segir að Bjarni hafi sent starfsfólki RÚV bréf í dag þar sem fram kemur að hann sé á meðal umsækjenda.

Á vef Eiríks Jónssonar segir að Laufey Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, hafi sótt um stöðuna og Eyjan greinir frá því að Ólína Þorvarðardóttir sé meðal umsækjenda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert