Myndi svara fullum hálsi

Reynir Traustason, ritstjóri DV.
Reynir Traustason, ritstjóri DV.

 Reyn­ir Trausta­son, rit­stjóri DV, seg­ir ekk­ert hæft í því að hann hafi haft í hót­un­um við Þóreyju Vil­hjálms­dótt­ur, aðstoðarmann inn­an­rík­is­ráðherra, í kjöl­far þess að hún mætti í viðtal í morg­unút­varpi Rás­ar 2 í morg­un. 

Þórey seg­ir að Reyn­ir hafi hringt og hótað að fara í hana ef hún bæðist ekki af­sök­un­ar á þeim um­mæl­um sín­um að verið væri að reyna að koma höggi á inn­an­rík­is­ráðherra vegna leka á gögn­um um hæl­is­leit­anda. Reyn­ir viður­kenn­ir í sam­tali við mbl.is að fokið hafi í sig en hann hafi ekki ætlað að hóta Þóreyju eða koma henni úr jafn­vægi. Með orðalag­inu hafi hann ein­fald­lega átt við að hann myndi svara Þóreyju full­um hálsi.

Reyn­ir seg­ir að sím­talið í morg­un sé ekki það fyrsta sem fari á milli hans, inn­an­rík­is­ráðherra og Þóreyj­ar vegna máls hæl­is­leit­and­ans. Þær hafi ít­rekað haft sam­band og viljað að DV hætti um­fjöll­un um málið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert