Gangi áætlanir eftir verður Aðalbjörg II RE-236 og fiskverkun Aðalbjargar s.f. í Reykjavík seld til Þórsbergs ehf. á Tálknafirði í vikunni.
Útgerðarfélagið Aðalbjörg var stofnað 1932 og er eitt það elsta í Reykjavík en eigendur þess segja veiðigjöldin hafa verið rothögg fyrir fyrirtækið.
„Ytri aðstæður koma í veg fyrir að hægt sé að reka þetta áfram,“ segir Stefán Einarsson, skipstjóri og einn eigenda Aðalbjargar s.f., um söluna. Í samtali um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir hann alla útgerð nú muni færast yfir á nokkrar hendur.