Elín Hirst, þingkona Sjálfstæðisflokksins, segist vera mjög hissa á vinnubrögðum Óðins Jónssonar, fréttastjóra Ríkisútvarpsins, út frá faglegum viðmiðum fréttamanna.
„Mér fannst það óviðeigandi að Óðinn Jónsson, fréttastjóri RÚV, skyldi lesa inngang að frétt um uppsagnir framkvæmdastjóra RÚV, þar með hans sjálfs,“ segir hún í færslu á Fésbókarsíðu sinni.
Í gær las Óðinn hádegisfréttir Ríkisútvarpsins og þar á meðal frétt þess efnis að öllum framkvæmdastjórum stofnunarinnar hefði verið sagt upp störfum. Hann er sjálfur þar á meðal.
Elín Hirst var áður fréttastjóri á RÚV og Stöð 2.