Ekki tímabært að skipta um fréttastjóra

Ríkisútvarpið.
Ríkisútvarpið. mbl.is/Kristinn

Fréttamenn Ríkisútvarpsins (RÚV) lýsa yfir fullu trausti á Óðin Jónsson fréttastjóra og telja ekki tímabært að skipta um fréttastjóra núna. Þetta segir Hallgrímur Indriðason, formaður Félags fréttamanna á RÚV, í samtali við mbl.is.

Félagið hélt fund í kvöld þar sem rædd voru kjaramál fréttamanna sem og þær breytingar sem kynntar voru af Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra fyrr í vikunni.

„Hvað varðar uppsögn Óðins, þá var samþykkt að ég myndi koma þeim skilaboðum til bæði hans sjálfs og Magnúsar Geirs að fréttamenn lýstu yfir fullu trausti á Óðin og störf hans á fréttastofunni og að við teldum ekki tímabært að skipta um fréttastjóra núna,“ segir Hallgrímur.

Hann mun hitta Magnús Geir á morgun.

Skipulagsbreytingarnar sem kynntar voru í vikunni fela meðal annars í sér að öllum framkvæmdastjórum RÚV verði sagt upp störfum og ný framkvæmdastjórn skipuð þar sem lögð verður áhersla á jafnrétti og fjölbreytileika. Þá verði aukin áhersla lögð á innlenda framleiðslu, jafnrétti og nýmiðlun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert