Auglýst er eftir níu yfirmönnum hjá Ríkisútvarpinu í opnuauglýsingu í Morgunblaðinu í dag.
Um er að ræða allar stöður í framkvæmdastjórn fyrirtækisins en hún stýrir RÚV undir stjórn nýs útvarpsstjóra, Magnúsar Geirs Þórðarsonar. Auk þess er auglýst eftir mannauðsstjóra.
Í öllum tilvikum er auglýst eftir fólki með háskólapróf og tekið fram að framhaldsmenntun sé æskileg.
Umsóknarfrestur rennur út 2. apríl og er hægt að sækja um á vef Capacent.