Ekki sátt um traustsyfirlýsingu

Fréttamenn á RÚV sendu þau skilaboð að loknum fundi í Félagi fréttamanna á fimmtudag að þeir bæru fullt traust til fréttastjórans Óðins Jónssonar, sem sagt hefur verið upp störfum ásamt öðrum framkvæmdastjórum stofnunarinnar.

Þetta er ólíkt því sem gerðist fyrir rúmu ári, í byrjun mars 2013, en þá gengu fulltrúar fréttamanna á fund Óðins og greindu honum frá óánægju félagsmanna. Snerist óánægjan m.a. um stjórnunarhætti hans. Fundur þessara fulltrúa með Óðni í fyrra kom í kjölfar fundahalda fréttamanna þar sem óánægjan var rædd. Niðurstaða þeirra fundahalda var að álykta ekki en gera Óðni sjálfum þess í stað grein fyrir óánægjunni.

Á fundi félagsins síðastliðinn fimmtudag voru fréttamenn beðnir að greiða atkvæði um skilaboð til Magnúsar Geirs Þórðarsonar um að þeir bæru traust til fréttastjórans með handauppréttingu. Samkvæmt heimildum ríkti ekki einhugur meðal fréttamanna um að lýsa skyldi yfir svo afdráttarlausu trausti við núverandi fréttastjóra áður en ljóst er hverjir sækja um stöðuna, ekki síst í ljósi þeirrar óánægju sem ríkt hefur. Traustsyfirlýsing var þó samþykkt einróma á fundinum. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert