Ekki sátt um traustsyfirlýsingu

Frétta­menn á RÚV sendu þau skila­boð að lokn­um fundi í Fé­lagi frétta­manna á fimmtu­dag að þeir bæru fullt traust til frétta­stjór­ans Óðins Jóns­son­ar, sem sagt hef­ur verið upp störf­um ásamt öðrum fram­kvæmda­stjór­um stofn­un­ar­inn­ar.

Þetta er ólíkt því sem gerðist fyr­ir rúmu ári, í byrj­un mars 2013, en þá gengu full­trú­ar frétta­manna á fund Óðins og greindu hon­um frá óánægju fé­lags­manna. Sner­ist óánægj­an m.a. um stjórn­un­ar­hætti hans. Fund­ur þess­ara full­trúa með Óðni í fyrra kom í kjöl­far funda­halda frétta­manna þar sem óánægj­an var rædd. Niðurstaða þeirra funda­halda var að álykta ekki en gera Óðni sjálf­um þess í stað grein fyr­ir óánægj­unni.

Á fundi fé­lags­ins síðastliðinn fimmtu­dag voru frétta­menn beðnir að greiða at­kvæði um skila­boð til Magnús­ar Geirs Þórðar­son­ar um að þeir bæru traust til frétta­stjór­ans með handa­upp­rétt­ingu. Sam­kvæmt heim­ild­um ríkti ekki ein­hug­ur meðal frétta­manna um að lýsa skyldi yfir svo af­drátt­ar­lausu trausti við nú­ver­andi frétta­stjóra áður en ljóst er hverj­ir sækja um stöðuna, ekki síst í ljósi þeirr­ar óánægju sem ríkt hef­ur. Trausts­yf­ir­lýs­ing var þó samþykkt ein­róma á fund­in­um. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert