Syndir í heilan sólarhring

Guðmundur Hafþórsson sundkappi og íþróttafræðingur:
Guðmundur Hafþórsson sundkappi og íþróttafræðingur: mbl.is/Árni Sæberg

Guðmundur Hafþórsson, sundkappi og einkaþjálfari, ætlar sér að synda í sólarhring á morgun, föstudaginn 27. júní. Sundið hefst klukkan 11 árdegis eins og fjallað var um í frétt mbl.is. Synt verður í Ásgarðslaug í Garðabæ en ágóða af atburðinum verður varið í að bæta fjölskylduaðstöðuna á sængurkvennagangi og Barnaspítalanum.

„Ég er gríðarlega spenntur og hlakka til að byrja og klára þetta,“ segir Guðmundur um 24 stunda sund morgundagsins. Guðmundur hvetur landsmenn til að taka þátt í sundinu með sér og skrá niður þá vegalengd sem synt er. Á klukkutímafresti tekur Guðmundur 5 mínútna pásu þar sem hann getur nærst eða sinnt sínum þörfum. 

Margir hafa boðað þátttöku sína og því er von á vel heppnuðu sundi.

Í janúar 2011 varð Guðmundur fyrir alvarlegri líkamsárás en árásarmaðurinn olli því að höfuðkúpa hans brotnaði. Síðan hefur Guðmundur verið í  endurhæfingu sem gengið hefur vel og er hann nú jafnvel farinn að taka þátt í sundmótum aftur.

Upplýsingar um söfnunarreikning Lífs styrktarfélags er að finna á facebooksíðu atburðarins. Einnig er hægt að styrkja málefnið með því að hringja í síma 908-1515.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert