Stefán: Hætti ekki vegna þrýstings

Stefán Eiríksson.
Stefán Eiríksson. mbl.is/Styrmir Kári

Stefán Ei­ríks­son, frá­far­andi lög­reglu­stjóri á höfuðborg­ar­svæðinu, þver­tek­ur fyr­ir að hann hafi hætt störf­um og sótt um stöðu sviðsstjóra vel­ferðarsviðst Reykja­vík­ur­borg­ar vegna þrýst­ings frá inn­an­rík­is­ráðherra.

„Ég hætti ekki nema út af því að ég hafði áhuga á að skipta um starf og fara að gera eitt­hvað annað og taldi það tíma­bært,“ seg­ir Stefán Ei­ríks­son. 

„Ég er ekki að hætta út af þrýst­ingi frá ráðherra. Ástæðan fyr­ir því að ég ákvað að sækja um nýtt starf var að mér fannst það áhuga­vert og að það væri tíma­bært að breyta til eft­ir átta ár hjá lög­regl­unni. Það er það sem réði minni ákvörðun, annað ekki,“ seg­ir Stefán.

Stefán vildi hins veg­ar ekki tjá sig um sam­skipti sín og ráðherra í tengsl­um við rann­sókn lög­reglu á leka­mál­inu svo­kallaða.

Blæs á frétta­flutn­ing DV

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert