Líf 400 geita í hættu

Geitin Casanova er ein af tæplega 400 geitum á Háafelli …
Geitin Casanova er ein af tæplega 400 geitum á Háafelli í Hvítársíðu í Borgarfirði. Af fjáröflunarsíðunni Indiegogo.

Að öllu óbreyttu fer jörðin Háa­fell í Hvítársíðu í Borg­ar­f­irði á upp­boð í næsta mánuði. Rúm­lega fjör­tíu millj­óna króna skuld hvíl­ir á jörðinni og tak­ist ekki að semja um hana missa geita­bænd­urn­ir Jó­hanna B. Þor­valds­dótt­ir og Þor­björn Odds­son heim­ili sitt og at­vinnu. Á bæn­um eru tæp­lega 400 geit­ur og verður þeim slátrað.

Þrjár kon­ur, Íris Þor­steins­dótt­ir, Jody Eddy og Re­becca Morr­is, hafa nú hafið söfn­un á fjár­öfl­un­ar­síðunni indiegogo í von um að hægt verði að bjarga bæn­um, jörðinni og geit­un­um. Mark­miðið er að safna um tíu millj­ón­um króna, en að sögn Jó­hönnu er það upp­hæðin sem þarf til svo hugs­an­lega verði hægt að semja við bank­ann og koma í veg fyr­ir upp­boðið.

Aðspurð seg­ir Jó­hanna að skuld­irn­ar komi til vegna upp­bygg­ing­ar á stofni sem gef­ur ekki af sér fyrstu árin. Hún hafi talið að fjöl­skyld­an fengi stuðning þar sem um er að ræða teg­und í út­rým­ing­ar­hættu og því farið af stað með upp­bygg­ingu á Háa­felli. Nokkr­ir styrk­ir hafi feng­ist í gegn­um árin en þeir hafi ekki verið stór­ir.

Komi til upp­boðs þarf að slátra geit­un­um. Á bú­inu eru tæp­lega fjög­ur hundruð geit­ur, 190 full­orðin dýr og 170 kið.

Geiturn­ar á Háa­felli hafa farið víða, þrátt fyr­ir að dvelja að jafnaði úti á túni eða í úti­hús­un­um við bæ­inn. Nokkr­ar þeirra fóru með hlut­verk í fjórðu þáttaröð Game of Thrones og var geit­in Casanova meðal ann­ars hrif­in í burtu af dreka Khaleesi.

Fjár­öfl­un á síðunni Indiegogo

Save Háa­fell Goat Farm

Eldri frétt­ir mbl.is um geiturn­ar á Háa­felli:

Íslensk­ur Casanova í Game of Thrones

Hugað líf eft­ir brodd og volga sturtu

Peysa kom Casanova til bjarg­ar

Casanova fær nýja peysu

Jóhanna missir atvinnu sína, dýrin og heimilið, takist ekki að …
Jó­hanna miss­ir at­vinnu sína, dýr­in og heim­ilið, tak­ist ekki að semja um skuld­irn­ar. Mynd/​Geit­fjár­setrið á Háa­felli
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert