Gylfi Ægis velkominn á Gay Pride

Hilmar Magnússon, formaður Samtakanna '78, fyrir miðju.
Hilmar Magnússon, formaður Samtakanna '78, fyrir miðju. Styrmir Kári

„Auðvitað viltu búa í sam­fé­lagi þar sem þú get­ur óáreitt­ur verið þú sjálf­ur en ég held að það sé langt í að öll­um for­dóm­um verði út­rýmt,“ seg­ir Hilm­ar Magnús­son, formaður Sam­tak­anna 78 og bæt­ir við að þó geti verið betra að fá for­dóma upp á yf­ir­borðið þar sem hægt sé að horf­ast í augu við vanda­málið.

Fé­lags­menn sam­tak­anna munu ganga með skilti með „bestu brot­un­um“ úr hinum um­deildu komm­enta­kerf­um í gleðigöng­unni sem fram fer á laug­ar­dag. „Við erum að árétta það að bar­átt­unni er ekki lokið. Þetta á að gefa inn­sýn í það hvernig umræðan er oft í net­heim­um. Þó svo að lög­gjöf­inni þoki áfram er bar­átt­an ekki búin. Þetta snýst líka um viðhorf­in,“ seg­ir hann.

Aðspurður hvort hann hafi heyrt eitt­hvað af ætlaðri kæru Gylfa Ægis­son­ar vegna gleðigöng­unn­ar í fyrra seg­ist hann ekk­ert hafa heyrt meira af mál­inu. „Ég hef ekk­ert heyrt í Gylfa ný­lega,“ seg­ir hann hlæj­andi. „En hann er að sjálf­sögðu vel­kom­inn í göng­una til þess að taka þátt í gleðinni.“

Hjólað fyrst í minni­hluta­hópa

Hilm­ar tel­ur ákveðið bak­slag hafa orðið í bar­átt­unni að und­an­förnu og seg­ir það ef til vill mega rekja til þess að hún verði sýni­legri með hverju ár­inu. „Mér finnst sem for­dóm­ar og niðrandi at­huga­semd­ir hafi verið svo­lítið meira áber­andi upp úr hruni og ég vil tengja það við al­menn­an upp­gang fasískra hreyf­inga. Það er alltaf hjólað fyrst í minni­hluta­hóp­ana og þegar fólk býr við efna­hags­legt óör­yggi og tak­markaða vel­ferð er meiri hætta á að það brjót­ist út andúð. Það þarf víst alltaf að finna ein­hverja synda­seli og dæmi þess má finna víða í sög­unni.“

Hann seg­ir sam­kyn­hneigða vissu­lega alltaf hafa mætt ein­hverj­um for­dóm­um og andúð en hef­ur sér­stak­ar áhyggj­ur af stöðunni í öðrum lönd­um. „Viðhorf al­menn­ings í Evr­ópu virðast ekki þokast í nógu góða átt. Í mörg­um lönd­um í dag er við lýði skelfi­leg lög­gjöf. Margt er því enn óunnið.“

Skamm­góður verm­ir í Úganda

Í des­em­ber í fyrra voru samþykkt ný lög í Úganda um hert­ar refs­ing­ar gegn sam­kyn­hneigðum en síðan þau tóku gildi í mars sl. hef­ur Am­nesty In­ternati­onal skráð snarpa aukn­ingu í geðþótta­hand­tök­um, lög­reglu­of­beldi og þving­un­um í garð hinseg­in fólks. Marg­ir misstu vinn­una og heim­ili sín eða voru þvingaðir til þess að flýja landið. Þann 1. ág­úst ógilti stjórn­skip­un­ar­dóm­stóll í Úganda hins veg­ar lög­in á grund­velli form­galla, þar sem of fáir full­trú­ar voru í þingsaln­um þegar lög­in voru samþykkt.

Sam­tök­in '78 hafa átt í miklu sam­starfi við syst­ur­sam­tök sín í Úganda og seg­ist Hilm­ar heyra reglu­lega frá þeim. Hann ótt­ast að mál­inu sé ekki lokið og hef­ur að því spurn­ir að þing­menn ætli að keyra nýtt frum­varp í gegn­um þingið. „Ég hef heyrt að ein­hverj­ir ætli að skjóta þessu til æðra dóm­stóls en aðrir segj­ast vera bún­ir að safna stuðningi þing­manna til þess að knýja þetta aft­ur í gegn. Þetta virðist því ein­ung­is vera skamm­góður verm­ir,“ seg­ir hann.

Þó bend­ir hann á að óvíst sé hvað for­seti Úganda, Yoweri Museven, muni gera ef slík staða kem­ur upp. „Málið  er orðið viðskipta­legs eðlis vegna þess að stjórn­völd í Banda­ríkj­un­um og Norður­lönd­um hafa til dæm­is dregið úr efna­hagsaðstoð og þetta hef­ur því efna­hags­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir landið.“ Nefna má að John Kerry, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, hef­ur til dæm­is líkt laga­setn­ing­unni við lög­in gegn gyðing­um sem sett voru á tím­um nas­ista í Þýskalandi. „Það er al­veg skelfi­legt að segja en það viðrist vera stemn­ing fyr­ir þessu frum­varpi á æðstu stöðum og ég held því að þetta dúkki aft­ur upp,“ seg­ir Hilm­ar. 

Fagnaðarlæti brutust út eftir að stjórnlagadómstóll í Úganda ógilti harða …
Fagnaðarlæti brut­ust út eft­ir að stjórn­laga­dóm­stóll í Úganda ógilti harða lög­gjöf um sam­kyn­hneigð AFP
Hilmar segir Gylfa Ægisson vera velkominn í gleðigönguna.
Hilm­ar seg­ir Gylfa Ægis­son vera vel­kom­inn í gleðigöng­una. Ómar Óskars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert