Sigmundur vinnur að svari í dag

Sigmundur Davíð forsætisráðherra
Sigmundur Davíð forsætisráðherra Árni Sæberg

Vinna að svari við bréfi umboðsmanns Alþingis er hafin í forsætisráðuneytinu og verður því svarað eins fljótt og auðið er. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra.

Sigmundur sneri aftur úr sumarleyfi í morgun og segir Jóhannes að forsætisráðherra eigi eftir að skoða málið betur, en að hann fari aftur til vinnu í ráðuneytinu síðar í dag þar sem unnið verður að svari.

Jóhannes taldi ólíklegt að Sigmundur vildi tjá sig um málið.

Umboðsmaður Alþing­is sendi Sig­mundi bréf í gær þar sem hann er spurður um siðaregl­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar og hvort siðareglurnar sem síðasta ríkisstjórn setti, séu enn í gildi. Í gær var greint frá því að sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is úr for­sæt­is­ráðuneyt­inu hafi starf­andi rík­is­stjórn litið til siðareglna síðustu rík­is­stjórn­ar og farið eft­ir þeim eins og þær séu enn í gildi.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert