Tillaga að forsetaúrskurði líklega kynnt á morgun

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra.
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. mbl.is/Eggert

Tillaga að forsetaúrskurði um nýja skiptingu starfa ráðherra verður væntanlega kynnt á ríkisstjórnarfundi á morgun. Hún verður þá send til forseta til undirskriftar og kynnt að því búnu, samkvæmt upplýsingum aðstoðarmanns forsætisráðherra.

Formenn stjórnarflokkanna hafa verið að vinna að breytingum á skiptingu starfa í kjölfar þess að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra óskaði eftir því að málefni dómstóla og ákæruvalds færist til annars ráðherra í ríkisstjórn á meðan dómsmál á hendur fyrrverandi aðstoðarmanns hennar vegna ákæru um brot á þagnarskyldu stendur yfir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert