Óánægð með vinnubrögð umboðsmanns

Hanna Birna Kristjánsdóttir -
Hanna Birna Kristjánsdóttir - Eggert Jóhannesson

Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir, inn­an­rík­is­ráðherra, hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu í kjöl­far bréfs sem umboðsmaður Alþing­is sendi henni í gær. Þar lýs­ir ráðherra yfir undr­un með vinnu­brögð umboðsmanns í leka­mál­inu, og lík­ir þeim við vinnu­brögð þeirra blaðamanna sem hafa um málið fjallað „og virðast hafa það eitt að mark­miði að sanna sekt í máli sem nú er fyr­ir dóm­stól­um.“

Ráðherra ít­rek­ar að hún hafi eng­an beitt óeðli­leg­um þrýs­ingi við rann­sókn máls­ins. Einnig bend­ir ráðherra á að líkt og fram hafi komið í göng­um hæsta­rétt­ar um málið, hafi skoðun leitt í ljós að eng­in trúnaðargögn hefðu verið send úr tölvu­kerfi ráðuneyt­is­ins.

Í bréf­inu sem ráðherra fékk sent, ger­ir umboðsmaður grein fyr­ir því að hann hafi ákveðið á grund­velli þeirra upp­lýs­inga sem hann hafi aflað um sam­skipti ráðherr­ans og lög á höfuðborg­ar­svæðinu, á sama tíma og lög­regl­an vann að rann­sókn á saka­máli tengdu inn­an­rík­is­ráðuneyt­inu, að taka um­rædd sam­skipti til form­legr­ar at­hug­un­ar að eig­in frum­kvæði á grund­velli 5. gr. laga nr. 85/​1997, um umboðsmann Alþing­is.

Þá seg­ist Hanna Birna ætla að skýra bet­ur en hún hef­ur áður getað hvernig „þetta smáa mál í stór­um verka­hring ráðuneyt­is­ins hef­ur orðið að far­sa­kenndu stór­máli“ og taka ákvörðun um það með sín­um nán­ustu hvort stjórn­mál­in séu henn­ar framtíðarstaður „eða hvort bar­átt­an fyr­ir betra sam­fé­lagi verði bet­ur háð utan kerf­is­ins en inn­an þess.“

Yf­ir­lýs­ing­una frá ráðherra má sjá í heild hér að neðan:

Yf­ir­lýs­ing

frá Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur

inn­an­rík­is­ráðherra

Mér hef­ur nú borist þriðja bréfið frá umboðsmanni Alþing­is vegna skoðunar hans á sam­skipt­um mín­um við lög­reglu­stjór­ann í Reykja­vík á því tíma­bili sem lög­regl­an rann­sakaði ráðuneytið og starfs­menn þess. Umboðsmaður tók málið til meðferðar í kjöl­far full­yrðinga DV um að lög­reglu­stjóri hafi skipt um starfs­vett­vang vegna meints þrýst­ings frá und­ir­ritaðri við rann­sókn máls­ins.

Sem kunn­ugt er hef­ur umboðsmaður tví­veg­is áður óskað eft­ir upp­lýs­ing­um um þessi sam­skipti mín og lög­reglu­stjóra. Ég hef svarað þeim er­ind­um sam­kvæmt bestu sam­visku. Í millitíðinni hef­ur niðurstaða feng­ist í máið með því að aðstoðarmaður minn hef­ur verið ákærður fyr­ir meint brot á þagna­skyldu, en sú ákæra kem­ur í kjöl­far fyrr­nefnd­ar rann­sókn­ar sem eng­inn af þeim sem að henni stóðu eða á henni báru ábyrgð hafa nokkra fyr­ir­vara á.

Í þessu þriðja bréfi umboðsmanns kem­ur efn­is­lega ekk­ert nýtt fram. Það sam­an­stend­ur af lýs­ingu umboðsmanns á sam­tali hans eða ein­hvers kon­ar yf­ir­heyrslu yfir lög­reglu­stjóra, þar sem liðin trúnaðarsam­töl hans við mig og aðra eru sett í óskilj­an­legt sam­hengi og þar sem eng­um öðrum var gef­inn kost­ur á að tjá sig um málið eða hafa á því skoðun. Umboðsmaður lét þess getið við af­hend­ingu bréfs­ins í gær að hann myndi birta það fjöl­miðlum strax í dag og í fram­haldi af því var beiðni ráðuneyt­is­ins um frest til að svara synjað, sem hlýt­ur að vekja spurn­ing­ar um til­gang um­rædds bréfs. Fram­setn­ing og vinnu­brögð umboðsmanns í þessu máli eru þannig að mínu mati engu betri en margra þeirra blaðamanna sem hafa um málið fjallað og virðast hafa það eitt að mark­miði að sanna sekt í máli sem nú er fyr­ir dóm­stól­um eða gera eðli­leg­ar áhyggj­ur ráðherra og ráðuneyt­is af öðrum mik­il­væg­um trúnaðargögn­um tor­tryggi­leg.

Ég undr­ast þessi vinnu­brögð umboðsmanns, ætla ekki að reyna að út­skýra þau eða hafa á þeim aðra op­in­bera skoðun en þá að vera bæði hugsi og sorg­mædd yfir því á hvaða stað ýms­ar stofn­an­ir lands­ins eru og hvernig þær geta ólíkt lýðræðis­lega kjörn­um full­trú­um eða dóm­stól­um sett fram eig­in dylgj­ur og dóma án rök­stuðnings eða rétt­ar­halda. Ég tel einnig að öll at­b­urðarás­in í kring­um þetta mál, sem manna á meðal er kallað leka­málið, hefði miklu frek­ar átt að gefa umboðsmanni til­efni til vanga­veltna um stöðu og sjálf­stæði lýðræðis­lega kjör­inna ein­stak­linga gegn ein­staka stofn­un­um í stjórn­kerf­inu – held­ur en því að gera sam­skipti sem báðir aðilar hafa sagt full­kom­lega eðli­leg tor­tryggi­leg með ein­hliða skoðun.

Þannig sam­an­stend­ur bréf umboðsmanns Alþing­is af aðdrótt­un­um og teng­ing­um sem ekki er hægt að túlka með öðrum hætti en umboðsmaður hafi þegar mótað sér skoðun í mál­inu og vilji með at­hug­un sinni renna stoðum und­ir hana. Sú skoðun er bæði ósann­gjörn og röng.

Aðal­atriði máls­ins er, líkt og ít­rekað hef­ur komið fram, að ég beitti eng­an óeðli­leg­um þrýst­ingi við rann­sókn þessa máls, en óskaði eðli­legra upp­lýs­inga um fyr­ir­komu­lag henn­ar, um­fang og tíma­lengd. Kjósi umboðsmaður að draga þau orð mín í efa, má benda á að þetta sama hef­ur komið fram í op­in­ber­um um­mæl­um lög­reglu­stjór­ans sjálfs og er staðfest í þeirri yf­ir­heyrslu sem í bréfi umboðsmanns er birt yfir hon­um. Að auki hef­ur rann­sókn­inni sem fyrr seg­ir nú lyktað með ákæru, en líkt og umboðsmanni má vera ljóst hefði rík­is­sak­sókn­ari vísað mál­inu aft­ur til lög­reglu ef eitt­hvað benti til þess að rann­sókn­in hefði ekki verið full­nægj­andi eða farið fram und­ir óeðli­leg­um af­skipt­um eða þrýst­ingi. Það var hins veg­ar ekki gert.

Ég hef ekk­ert að fela í sam­skipt­um mín­um við lög­reglu­stjór­ann í Reykja­vík, en harma að umboðsmaður skuli með fram­setn­ingu sinni gera til­raun til að draga upp óeðli­lega mynd af eðli­leg­um sam­skipt­um og starfs­skyld­um okk­ar beggja. Sú lög­fræðilega ráðgjöf sem ég fékk jafnt inn­an ráðuneyt­is sem utan var á þann veg að um­rædd sam­skipti væru eðli­leg­ur hluti af starfs­skyld­um ráðherra, enda bæri mér að standa vörð um fleiri hags­muni en þetta ein­staka mál sem fyrr­nefnd rann­sókn náði til. Þess utan upp­lýsti lög­reglu­stjór­inn mig um það að hann væri ekki sá sem stýrði rann­sókn­inni eða hefði með henni um­sjón, auk þess sem við vor­um ít­rekað sam­mála um að sam­skipti okk­ar vegna þessa byggðu á gagn­kvæm­um skiln­ingi á því að þau myndu öðru nær auðvelda rann­sókn lög­reglu. Þeir sem að henni komu, þ.m.t. hann sjálf­ur, hafa þó viður­kennt að hún hafi fyr­ir til­verknað annarra en hans orðið um­fangs­meiri og tíma­frek­ari en hann hugði í byrj­un, þegar hann upp­lýsti mig um að rann­sókn­in tæki að öll­um lík­ind­um inn­an við mánuð. Þá taldi hann málið hvorki um­fangs­mikið né flókið, auk þess sem hann undraðist þá ákvörðun rík­is­sak­sókn­ara að taka það til sér­stakr­ar skoðunar, þar sem ógrynni sam­bæri­legra mála væru reglu­lega í fjöl­miðlum en væru aldrei rann­sökuð sem saka­mál.

Á seinni stig­um var mér hins veg­ar til­kynnt að í þess­ari rann­sókn myndi ekk­ert meðal­hóf gilda, aðstaða lög­reglu í mál­inu væri erfið og op­in­ber umræða um það væri ein­fald­lega þannig að rann­sak­end­ur yrðu að sýna fram á að þeir hefðu ,,gengið alla leið” eins og það var orðað. Sér­stak­lega yrði að ganga hart fram gagn­vart aðstoðarmönn­um ráðherra, þar sem komið hefðu fram í ákveðnum fjöl­miðlum aðdrótt­an­ir um aðkomu þeirra. Með þeim rök­um voru öll trúnaðargögn, hvort sem þau voru póli­tísk eða per­sónu­leg, skoðuð sam­hliða því sem þeim var gef­in staða sak­born­inga og vinnu­tæki þeirra skoðuð og skönnuð; þ.m.t tölv­ur, sím­ar, aðgangskort, mála­skrár og fleira. Margskon­ar grein­ing­ar á þess­um trúnaðargögn­um tóku yfir miklu fleiri gögn en þau sem tengd voru um­ræddu máli og náðu yfir miklu lengri tíma en rann­sókn­in sjálf tók til. Í því sam­hengi var t.d lagt hald á síma­upp­lýs­ing­ar aðstoðarmanna yfir 10 mánaða tíma­bil, þrátt fyr­ir að rann­sókn máls­ins snér­ist um at­b­urði eins sól­ar­hrings og ann­ar þeirra hefði ekki einu sinni verið í störf­um fyr­ir ráðuneytið þá. Öllum þess­um ósk­um lög­reglu var vel tekið og beiðnum þeirra svarað fljótt og ör­ugg­lega.

Líkt og fram kom síðar í gögn­um hæsta­rétt­ar um málið, leiddi sú skoðun ekki í ljós að nein trúnaðargögn hefðu verið send úr tölvu­kerfi ráðuneyt­is­ins, en engu að síður var haldið áfram og blaðamenn í fjór­gang færðir fyr­ir dóm­ara í þeirri viðleitni að fá þá til að gefa upp heim­ild­ar­menn sína. Og þegar það skil­ar held­ur ekki niður­stöðu og rann­sókn­ar­gögn máls­ins staðfestu ekki þá af­hend­ingu gagna sem kær­an fjall­ar um, er engu að síður gef­in út form­leg ákæra þar sem for­send­ur sekt­ar virðast einkum vera sam­töl aðstoðar­manns við fjöl­miðla á tím­um sem rann­sak­end­ur telja óheppi­leg­an. Marg­ir lög­menn hafa nú þegar bent á að ákær­an stand­ist illa þær kröf­ur sem gera á og brjóti jafn­vel á mann­rétt­ind­um þess ákærða.

En þrátt fyr­ir þá niður­stöðu og skýra af­stöðu allra sem að mál­inu koma til þess að rann­sókn­in hafi farið fram eft­ir öll­um sett­um regl­um og eng­inn hafi með nokkr­um hætti reynt að hafa áhrif á hana, fel­ur þriðja bréf umboðsmanns Alþing­is til mín um málið í sér að hann telji enn ekki nóg að gert og málið eigi eina ferðina enn ekki að fá að fara sína eðli­legu leið í kerf­inu án þess að felld­ir séu á öðrum víg­stöðum órök­studd­ir dóm­ar. Og þegar svo er komið er aug­ljóst að und­ir því verður ekki leng­ur setið án þess að til eðli­legra varna sé gripið.

Umboðsmanni er í bréfi sínu tíðrætt um erfiða stöðu mína sem ráðherra. Allt er það rétt og ég hef sjálf ít­rekað sagt að það hljóti að vera verk­efni stjórn­valda og Alþing­is að skoða hvernig best og eðli­leg­ast sé að vinna úr því inn­an stjórn­ar­ráðsins þegar upp koma slík kæru­mál, sem ætla má að í framíðinni verði tíðari en áður.

Málið hef­ur vissu­lega verið erfitt fyr­ir mig en umboðsmaður, líkt og fleiri sem um málið hafa fjallað, virðast hins veg­ar ekki átta sig á því að mín póli­tísku óþæg­indi hafa aldrei snúið að því að upp­lýst verði um hvort og hvernig trúnaðar­gagn fór frá ráðuneyt­inu. Ég hef viljað upp­lýsa um það frá upp­hafi og fá úr því skorið hvort um­rætt gagn hafi farið frá ráðuneyt­inu eða verið tekið þaðan ófrjálsri hendi og síðar verið átt við það. Það hef­ur held­ur ekki verið pó­lí­tískt óþægi­legt fyr­ir mig að sæta rann­sókn enda hef ég aldrei af­hent trúnaðar­gagn úr ráðuneyt­inu, hef enga staðfest­ingu um að það hafi verið gert af mínu sam­starfs­fólki, en mun hvorki verja það né láta það viðgang­ast hafi slíkt gerst.

Póli­tísk­ir erfi­leik­ar mín­ir og óþæg­indi vegna máls­ins tengj­ast miklu frek­ar því að mér er ekk­ert kær­ara í mín­um störf­um en að gæta hags­muna al­menn­ings og standa skil á þeim verk­um gagn­vart fólk­inu í land­inu. Í þessu máli hef ég hvorki getað né mátt gera það vegna þess að hefðin er sú að ráðherra geti illa, stöðu sinn­ar vegna, gagn­rýnt eða haft op­in­ber­lega efa­semd­ir um það kerfi sem hann er í for­svari fyr­ir og ber ábyrgð á. Sú staðreynd hef­ur verið mér erfiðust, bæði póli­tískt og per­sónu­lega.

Nú þegar rík­is­stjórn­in hef­ur með form­leg­um hætti orðið við beiðni minni um að verk­efni dóm­stóla og ákæru­valds fær­ist tíma­bundið til ann­ars ráðherra – hef ég fengið aukið svig­rúm til að tjá mig um þetta mál sem og önn­ur sem ég tel kalla á breyt­ing­ar og um­bæt­ur í okk­ar réttar­fari.

Ég mun nýta það svig­rúm næstu miss­eri til að skýra bet­ur en ég hef áður getað hvernig þetta smáa mál í stór­um verka­hring ráðuneyt­is­ins hef­ur orðið að far­sa­kenndu stór­máli og hvernig það horf­ir við mér póli­tískt – en einnig til að taka per­sónu­lega ákvörðun um það með mín­um nán­ustu hvort stjórn­mál­in eru minn framtíðarstaður eða hvort bar­átt­an fyr­ir betra sam­fé­lagi verði bet­ur háð utan kerf­is­ins en inn­an þess.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert