Lögreglan mun tapa trausti

Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata.
Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata. Ómar Óskarsson

Njóti Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir inn­an­rík­is­ráðherra, áfram trausts Alþing­is mun traust til lög­regl­unn­ar í land­inu tap­ast. Þetta seg­ir Jón Þór Óaf­sson, þingmaður Pírata. Flokk­ur­inn hyggst lýsa yfir van­trausti á ráðherr­ann þegar þing kem­ur sam­an.

Jón Þór seg­ir þær upp­lýs­ing­ar sem fram komi í bréfi umboðsmanns Alþing­is, þar sem vitnað er til yf­ir­heyrslu yfir Stefáni Ei­ríks­syni, fyrr­ver­andi lög­reglu­stjóra höfuðborg­ar­svæðis­ins, grafal­var­leg­ar. „Ef ráðherra dóms­mála kemst upp með þetta þá er ekki hægt að treysta lög­reglu­rann­sókn­um í land­inu. Þá hef­ur skap­ast for­dæmi að yf­ir­maður lög­reglu­mála kom­ist upp með það að hafa áhrif á rann­sókn­ir lög­reglu,“ seg­ir Jón Þór á vefsvæði sínu.

Hann seg­ir greini­legt að inn­an­rík­is­ráðherra, yf­ir­maður lög­reglu­mála, hafi ít­rekað gagn­rýnt rann­sókn lög­reglu á henn­ar eig­in starfs­fólki og hótað svo rann­sókn á rann­sókn. Gangi það eft­ir að hún njóti trausts muni mikið traust til lög­reglu tap­ast.

Frétt mbl.is: Lýsa yfir van­trausti á Hönnu Birnu

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert