„Mörgu er ábótavant í ákærunni“

Kristín Edwald.
Kristín Edwald.

„Ekki er venjulegt að ákæra sé orðuð á svo almennan hátt eins og í ákærunni gegn aðstoðarmanni innanríkisráðherra. Verknaðarlýsingin verður að vera nægilega skýr og ótvíræð þannig að ákærði þurfi ekki að geta í einhverjar eyður til að geta varið sig. Mörgu er ábótavant í ákærunni.“

Þetta segir Kristín Edwald hæstaréttarlögmaður um ákæruna á hendur Gísla Frey Valdórssyni, aðstoðarmanni innanríkisráðherra, í lekamálinu svokallaða. Hún segir óskýrt orðalag ákærunnar hafa þau áhrif að það halli á sakborninginn í málinu.

Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður telur í Morgunblaðinu í dag, að menn hljóti að krefjast frávísunar málsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert