Spyr hvort lögreglustjóri segi satt

Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis.
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég óska eft­ir af­stöðu yðar til þess hvort þarna sé rétt greint frá því sem ykk­ur fór á milli,“ seg­ir í bréfi umboðsmanns Alþing­is til Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur inn­an­rík­is­ráðherra, en þar ósk­ar umboðsmaður eft­ir af­stöðu ráðherra til þess hvort rétt sé greint frá sam­skipt­um henn­ar við lög­reglu­stjór­ann og því sem fór þeirra á milli.

Bréfið sendi umboðsmaður í gær og ger­ir þar grein fyr­ir því að hann hafi ákveðið að taka til form­legr­ar at­hug­un­ar sam­skipti ráðherr­ans og lög­reglu­stjór­ans á höfuðborg­ar­svæðinu. Í lok bréfs­ins ósk­ar umboðsmaður eft­ir að inn­an­rík­is­ráðherra lýsi af­stöðu sinni til ým­issa atriða er varða málið og láti hon­um í té þær skýr­ing­ar og gögn sem hún telji að geti orðið til að upp­lýsa málið.

Í yf­ir­lýs­ingu frá Hönnu Birnu seg­ist hún ekk­ert hafa að fela í sam­skipt­um sín­um við lög­reglu­stjór­ann í Reykja­vík, „en harma að umboðsmaður skuli með fram­setn­ingu sinni gera til­raun til að draga upp óeðli­lega mynd af eðli­leg­um sam­skipt­um og starfs­skyld­um okk­ar beggja“.

Óskar eft­ir af­stöðu ráðherra til siðareglna

Í bréf­inu lýs­ir umboðsmaður laga­grund­velli siðareglna ráðherra, og þá um mæli­kv­arða sem fram koma í siðaregl­un­um og sam­hengi þeirra við hvað telj­ist vandaðir stjórn­sýslu­hætt­ir. Umboðsmaður ósk­ar meðal ann­ars eft­ir af­stöðu ráðherra til þess hvort ákvæði í siðaregl­um ráðherra hafi gilt um sam­skipti henn­ar við lög­reglu­stjór­ann tengd um­ræddri lög­reglu­rann­sókn. Þá ósk­ar hann eft­ir af­stöðu ráðherra um hvernig það sam­rým­ist vönduðum stjórn­sýslu­hátt­um ef sam­skipti henn­ar við lög­reglu­stjór­ann hafi verið eins og hann lýsti þeim. 

Umboðsmaður ósk­ar jafn­framt eft­ir skýr­ingu af hálfu ráðherra um það hvort það að setja fram at­huga­semd­ir á borð við þær sem hafðar er eft­ir lög­reglu­stjóra í bréf­inu, á sama tíma og hún fór sem ráðherra með yf­ir­stjórn­un­ar- og eft­ir­lits­heim­ild­ir gagn­vart embætti lög­reglu­stjór­ans á höfuðborg­ar­svæðinu, sam­rým­ist hinni óskráðu reglu um sér­stakt hæfi. At­huga­semd­irn­ar sem átt er við eru meðal ann­ars þær að ráðherra spurðist fyr­ir um um­fang rann­sókn­ar­inn­ar, fyr­ir­vara­lausa komu lög­reglu­manna í ráðuneytið og hand­lagn­ingu á tölvu aðstoðar­manns ráðherra.

Eins og áður hef­ur komið fram hef­ur ráðherra sent frá sér yf­ir­lýs­ingu, en þar seg­ist hún hafa frest til 10. sept­em­ber til að svara bréf­inu. Beiðni um frest til svara hafi verið synjað.

Frétt mbl.is: Óánægð með vinnu­brögð umboðsmanns

Frétt mbl.is: „Eruð þið ekki að ganga of langt“

Frétt mbl.is: „Svo kom gusa af gagn­rýni“

Frétt mbl.is: Hugaði að hæfi sínu til máls­ins

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka