Umræða um lekamálið ósönn

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra.
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. mbl.is/Kristinn

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að hún hafi ekki verið kosin til að verja hagsmuni kerfis sem hún telur að þurfi að bæta og breyta. Hún hafi verið kosin til að verja hagsmuni almennings. Hanna Birna segir nóg komið af umræðu um lekamálið, sem hún segir bæði ósanna og ósanngjarna.

Þetta skrifaði Hanna Birna á facebooksíðu sína fyrr í dag. 

Hún segir að almenningur eigi rétt á því að heyra hvernig málið horfir við henni og hvaða lærdóma hún telji fólk geti dregið af því. Nú fái hún svigrúm til þess þar sem ríkisstjórnin hafi í dag orðið við beiðni hennar um lausn frá ákveðnum verkefnum ráðuneytisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert