„Upplýsir“ og „fræðir“ Sigmund Davíð

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mbl.is/Kristinn

Umboðsmaður Alþingis birtir í dag svarbréf sitt til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, sem spurði í svarbréfi sínu til umboðsmanns Alþingis hvort settar hefðu verið siðareglur fyrir embættið. Umboðsmaður segir sér ekki kunnugt um það.

„Í því sam­bandi leyf­ir und­ir­ritaður sér að spyrja hvort sett­ar hafi verið siðaregl­ur fyr­ir embætti umboðsmanns Alþing­is og ef regl­ur hafi verið sett­ar hvort mögu­legt sé að fá aðgang að þeim,“ sagði í svarbréfi Sigmundar Davíðs frá því fyrr í mánuðinum.

Í svarbréfi umboðsmanns Alþingis við fyrirspurninni segir eftirfarandi:

„Til svars við þeirri fyrirspurn sem þér setjið fram í lok bréfs yðar skal upplýst að samkvæmt 3. mgr. 15. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, staðfestir forseti Alþingis siðareglur fyrir starfsmenn Alþingis og stofnana þess. Mér er ekki kunnugt um að slíkar reglur hafi verið staðfestar en yður til fróðleiks skal enn fremur upplýst að starfssvið umboðsmanns Alþingis tekur ekki til starfa Alþingis og stofnana þess, sbr. a-lið, 3. mgr. 3. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.“

Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert