„Algjörlega óásættanlegt“

Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG.
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG. mbl.is/Ómar Óskarsson

Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, segir sambandsleysið sem varð á Vestfjörðum í gær algjörlega óásættanlegt. Hún hyggst kalla eftir skýringum á ástæðum bilunarinnar og hvernig tryggja megi að slíkt gerist ekki aftur.

„Ég mun gera það sem ég get svo þetta muni ekki endurtaka sig og tek undir orð Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, um að gerð verði úttekt á málinu,“ segir Lilja Rafney í samtali við mbl.is.

Vildi kortleggja háhraðatengingar á landinu

Hún segir ástandið sem skapaði í gær algjörlega óásættanlegt en varaleiðin um örbylgju var einnig biluð og því var ekki hægt að grípa til hennar. Lilja Rafney bendir á að hún hafi lagt fram tillögu um að kortleggja háhraðatengingar hér á landi og kanna hvaða svæði stæðu eftir. Hún segist hafa fengið þau skilaboð um að sú vinna sé þegar hafin.

„Það er þjóðþrifamál að ljúka þessu, það nær ekki nokkurri átt að heill landshluti lendií þessu. Þetta er eitthvað sem fólk telur svo sjálfsagt og verður fólki brugðið. Ég mun kalla eftir ástæðum fyrir því sem gerðist og hvernig ráða megi bót á því svo svona gerist ekki aftur.“

Frétt Morgunblaðsins: Verða að tryggja að samband komist á.

Frétt mbl.is: Full fjarskiptaþjónusta komin á Vestfirði. 

Frétt mbl.is: Sambandslaus við umheiminn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert