Verða að tryggja að samband komist á

Viðskiptavinir Símans í þorpum og bæjum á suður- og norðurhluta …
Viðskiptavinir Símans í þorpum og bæjum á suður- og norðurhluta Vestfjarða voru sambandslausir meginhluta gærdagsins. mbl.is/Sigurður Bogi

„Við þurfum að fá svör við því hvernig þjónustuaðilar sjá til þess að samband komist fljótt á aftur ef bilun verður. Ég myndi vilja vita það hjá hverju öðru fyrirtæki sem þjónustar mig. Klukkutími er sennilega það sem við getum sætt okkur við.“

Þetta segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, spurður um viðbrögð við langvarandi sambandsleysi viðskiptavina Símans á Vestfjörðum í gær.

Vegna bilunar í ljósleiðara Mílu á Barðaströnd misstu viðskiptavinir Símans á stórum hluta Vestfjarða símasamband, netsamband og sjónvarp. Bilunin varð klukkan rúmlega hálf tíu í gærmorgun og komust viðskiptavinir Símans ekki í samband fyrr en rúmum sex tímum síðar, upp úr klukkan fjögur síðdegis. Bilunin hafði ekki áhrif á viðskiptavini Vodafone eða þá sem eru með netsamband hjá Snerpu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka