Mega búast við leka næstu mánuðina

Þak gangsins sem lak á Landspítalanum um helgina verður ekki lagað í bráð. Föturnar sem dropaði í um helgina og vöktu athygli gætu því sést að nýju í haustlægðunum sem eru framundan. Ingólfur Þórisson, yfirmaður fasteigna Landspítalans, segir starfsfólk líklega orðið samdauna ástandinu og kippi sér ekki upp við það.

Á milli 45-50 milljónir króna kostar að laga dúk sem er undir hellulagðri stétt á þakinu, þeim 300 milljónum króna sem ráðstafað var í viðhald á húsnæði spítalans var ráðstafað í brýnni verkefni á borð við viðgerðir á húsnæði spítalans í Fossvogi og gömlu aðalbyggingunni við Hringbraut. Það er u.þ.b. helmingur af þeirri upphæð sem sótt var um að fá í endurbætur á húsnæðinu.

 Frétt mbl.is: Leki á Landspítala óviðunandi

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert