Brugðist við svörum ráðherra sem fyrst

Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, mun taka afstöðu til þeirra svara sem fram koma í bréfi Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, sem barst embættinu í gær vegna lekamálsins svokallaða, og ákveða í kjölfar þess framhald málsins.

Óljóst er hvenær svara er að vænta frá umboðsmanni en aðspurður sagði hann fjölmörg mál bíða afgreiðslu embættisins en reynt yrði að bregðast við bréfi innanríkisráðherra sem allra fyrst.

Í svari sínu, gerði Hanna Birna m.a. al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við að umboðsmaður Alþing­is hefði neitað henni um frest til að svara bréfi hans frá 25. ág­úst sl. áður en það var birt al­menn­ingi. Hún sagði hann hafa farið á svig við regl­ur stjórn­sýslu­rétt­ar um meðal­hóf og and­mæla­rétt.

Í svari Hönnu Birnu við bréf­inu segir að hún sjái ekki hvaða til­gangi það þjóni að taka upp at­hug­un á starfs­hátt­um henn­ar og fjalla um hana fyr­ir opn­um tjöld­um án þess að um leið sé gerð grein fyr­ir þeim sjón­ar­miðum sem hún hafi fram að færa.

Hanna Birna sagði ennfremur í bréfinu, að skoða yrði sam­skipti henn­ar við Stefán Ei­ríks­son, þáver­andi lög­reglu­stjóra höfuðborg­ar­svæðis­ins, út frá þeirri staðreynd að hann stýrði ekki rann­sókn leka­máls­ins held­ur hafi það verið ríksisak­sókn­ari.

Svar ráðherra á vef innanríkisráðuneytisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert