Hefði sjálfur ekki rætt við lögreglustjóra

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og dómsmálaráðherra, sagði í Kastljósi Ríkisútvarpsins í kvöld að hann myndi sjálfur ekki setjast niður með lögreglustjóra og ræða við hann um lögreglurannsókn á dómsmálaráðuneyti hans. Betra væri að nálgast upplýsingar um rannsóknina óbeint.

Þetta sagði Sigmundur Davíð í tilefni af spurningum Sigmars Guðmundssonar, ritstjóra Kastljóss, um lekamálið svonefnda og þátt Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, í því.

Sigmar vitnaði til þess að Hanna Birna átti samtöl við Stefán Eiríksson, þáverandi lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, og spurði út í rannsókn á lekamálinu. Spurði hann því næst Sigmund hvort hann hefði gert slíkt hið sama í sömu stöðu. „Nei, ég efast um að ég myndi gera það,“ svaraði þá Sigmundur. „Það er auðvitað betra að nálgast þessar upplýsingar óbeint í ljósi aðstæðna.“

Spurður að því hvort Hanna Birna geti þá yfirleitt setið áfram í ríkisstjórn þegar hún geri hlutina ekki eins og forsætisráðherra myndi gera þá sagði Sigmundur Davíð: „Ég get ekki ætlast til þess að allir ráðherrar geri hlutina eins og ég myndi gera þá.“ Hann sagði jafnframt að ekki megi líta framhjá því að Stefán hafi sagt að Hanna Birna hafi ekki verið að reyna hafa áhrif á rannsókn lekamálsins.

Sigmar Guðmundsson
Sigmar Guðmundsson Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert