Ríkissaksóknari mælti fyrir um framkvæmdina

Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari.
Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

„Ríkissaksóknari kom með beinum hætti að skipulagningu rannsóknarinnar/mælti fyrir um  framkvæmd hennar líkt og ákvæði 3. mgr. 21. laga um meðferð sakamála heimilar.“

Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara í gær við fyrirspurn blaðamanns Morgunblaðsins um það hvernig var staðið að ákvarðanatöku í sambandi við rannsókn á hinu svokallaða lekamáli og hver væri skýringin á misræmi á milli frásagna ríkissaksóknara og lögreglustjórans fyrrverandi af atburðarásinni.

Sigríður segir þetta hafa „verið gert vegna þeirrar stöðu sem uppi var, samanber það sem Stefán (Eiríksson – innskot blm.) lýsir. Framkvæmd rannsóknarinnar gat hins vegar ekki verið í höndum annarra en lögreglu, sbr. 1. mgr. 52. gr. laga um meðferð sakamála.“

Heimir Örn Herbertsson, hæstaréttarlögmaður hjá Lex, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að engum vafa sé undirorpið að rannsókn í lekamálinu hafi verið á forræði og ábyrgð ríkissaksóknara, en ekki fyrrverandi lögreglustjóra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert