Krefja Gísla um sjö milljónir

Gísli Freyr í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Gísli Freyr í Héraðsdómi Reykjavíkur. mbl.is/Golli

Við þingfestingu yfir Gísla Frey Valdórssyni, fyrrverandi aðstoðarmanni innanríkisráðherra, kom fram að framhaldsákæra hefði verið birt honum í gær. Í henni má ekki finna fleiri ákæruatriði heldur aðeins bótakröfur tveggja kvenna sem telja sig hafa orðið fyrir miska af gjörðum Gísla.

Annars vegar er um að ræða 23 ára íslenska konu sem í óformlegu minnisblaði innanríkisráðherra er sögð vera í sambandi við hælisleitandann nígeríska, Tony Omos. Krefur hún Gísla Frey um 2,5 milljón íslenskra króna í miskabætur.

Hins vegar er það 32 ára kona sem einnig er nefnd á nafn í minnisblaðinu. Um hana segir að Tony Omos hafi áður verið í sambandi við hana og sé hún einnig með stöðu hælisleitanda. Hún eigi von á barni og Tony Omos sé mögulegur faðir barnsins.

Sú kona fer fram á 4,5 milljónir króna úr hendi Gísla Freys.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert