Yfirlýsing ASÍ kom Bjarna á óvart

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. KRISTINN INGVARSSON

„Ég get ekki annað sagt en að sú yf­ir­lýs­ing komi mér mjög á óvart,“ seg­ir Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra um yf­ir­lýs­ingu miðstjórn­ar ASÍ um fjár­laga­frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þar er frum­varpið m.a. kallað „aðför að launa­fólki“.

„Ef við lít­um yfir sviðið sjá­um við að efna­hags­horf­ur eru mjög góðar í land­inu, kaup­mátt­ur launþega fer vax­andi, okk­ur hef­ur tek­ist að ná bönd­um á verðbólg­unni og gengið er stöðugt. Ný störf eru að verða til margt já­kvætt að ger­ast,“ seg­ir Bjarni og bæt­ir við að aðgerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar í skulda­mál­um hafi áhrif en þau snerti 105 þúsund ein­stak­linga sem sótt hafa um leiðrétt­ingu. „Jafn­framt munu skatta­lækk­an­ir rík­is­stjórn­ar­inn­ar auka ráðstöf­un­ar­tekj­ur heim­il­anna ekki bara á þessu ári held­ur á næsta ári líka.“

Bjarni sagði jafn­framt rík­is­stjórn­ina ávallt reiðubúna til að setj­ast niður og hlusta á áhersl­ur ASÍ. „Ég vænti þess að við mun­um gera það á næst­unni og ræða það sem sér­stak­lega er verið að benda á í þessu sam­hengi. Við höf­um fram til þessa átt gott sam­starf við launþega­hreyf­ing­una og vilj­um við halda því áfram.“

Aðspurður um um­mæli Gylfa Arn­björns­son­ar, for­seta ASÍ við mbl.is fyrr í dag, þar sem hann sagði mörgu ábóta­vant í sam­starfi og sam­ræðu rík­is­stjórn­ar­inn­ar, seg­ir Bjarni því vera tekið al­var­lega. „Ef að upp­lif­un launþega­hreyf­ing­ar­inn­ar að sam­starfið sé ófull­nægj­andi eða sam­ráðið þá hljót­um við að taka því al­var­lega og reyna að bæta úr því.“

Sjá fyrri frétt­ir mbl.is

„Gylfi: Verður að tryggja fólk­inu tekj­ur“

„Fjár­lög­in „aðför að launa­fólki“ “

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Gylfi Arn­björns­son, for­seti ASÍ. mbl.is/​Eggert
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert