Yfirlýsing ASÍ kom Bjarna á óvart

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. KRISTINN INGVARSSON

„Ég get ekki annað sagt en að sú yfirlýsing komi mér mjög á óvart,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra um yfirlýsingu miðstjórnar ASÍ um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Þar er frumvarpið m.a. kallað „aðför að launafólki“.

„Ef við lítum yfir sviðið sjáum við að efnahagshorfur eru mjög góðar í landinu, kaupmáttur launþega fer vaxandi, okkur hefur tekist að ná böndum á verðbólgunni og gengið er stöðugt. Ný störf eru að verða til margt jákvætt að gerast,“ segir Bjarni og bætir við að aðgerðir ríkisstjórnarinnar í skuldamálum hafi áhrif en þau snerti 105 þúsund einstaklinga sem sótt hafa um leiðréttingu. „Jafnframt munu skattalækkanir ríkisstjórnarinnar auka ráðstöfunartekjur heimilanna ekki bara á þessu ári heldur á næsta ári líka.“

Bjarni sagði jafnframt ríkisstjórnina ávallt reiðubúna til að setjast niður og hlusta á áherslur ASÍ. „Ég vænti þess að við munum gera það á næstunni og ræða það sem sérstaklega er verið að benda á í þessu samhengi. Við höfum fram til þessa átt gott samstarf við launþegahreyfinguna og viljum við halda því áfram.“

Aðspurður um ummæli Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ við mbl.is fyrr í dag, þar sem hann sagði mörgu ábótavant í samstarfi og samræðu ríkisstjórnarinnar, segir Bjarni því vera tekið alvarlega. „Ef að upplifun launþegahreyfingarinnar að samstarfið sé ófullnægjandi eða samráðið þá hljótum við að taka því alvarlega og reyna að bæta úr því.“

Sjá fyrri fréttir mbl.is

„Gylfi: Verður að tryggja fólk­inu tekj­ur“

„Fjár­lög­in „aðför að launa­fólki“ “

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka