Segir kæruna tilhæfulausa

Katrín Jakobsdóttir, sagði kæru Ólafs Hauks Johnsson tilhæfulausa.
Katrín Jakobsdóttir, sagði kæru Ólafs Hauks Johnsson tilhæfulausa. mbl.is/Ómar Óskarsson

Katrín Jakobsdóttir,  fyrr­ver­andi mennta­málaráðherra, segir kæru Ólafs Hauks Johnssons sem birt var í fjölmiðlum í dag tilhæfulausa. Þá segir hún ásakanir hans um pólitíska aðför á hendur honum og Menntaskólanum Hraðbraut rangar. 

Hún hyggst ekki tjá sig frekar um málið á meðan það er til meðferðar hjá viðeigandi stofnunum ríkisins. 

Yfirlýsingin í heild sinni: 

„Kæra Ólafs Hauks Johnsons sem hann birtir á hendur undirritaðri í fjölmiðlum í dag er tilhæfulaus. Auk þess eru ásakanir Ólafs um pólitíska aðför á hendur honum og Menntaskólanum Hraðbraut rangar, enda var ákvörðun um það að endurnýja ekki þjónustusamning við skólann tekin á grundvelli skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd þjónustusamningsins og álits meirihluta menntamálanefndar Alþingis. Undirrituð mun ekki tjá sig frekar um málið meðan það er til meðferðar hjá viðeigandi stofnunum ríkisins.“

Ólafur kærir Katrínu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert