Kínverjar skipa nýjan sendiherra

Kínverska sendiráðið.
Kínverska sendiráðið. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Skipaður hefur verið nýr sendiherra Kína á Íslandi en hann heitir Zhang Weidong. Boðað hefur verið til sérstakrar móttöku vegna þess í kínverska sendiráðinu 1. október.

Eins og mbl.is hefur fjallað um hvarf forveri hans í embætti,  Ma Jisheng, skyndilega af landi brott í byrjun ársins ásamt eiginkonu sinni og hefur ekkert spurst til hans síðan. Kínversk stjórnvöld hafa engar skýringar gefið á brotthvarfi sendiherrans aðrar en þær að persónulegar ástæður lægju því til grundvallar.

Fram hefur komið í erlendum fjölmiðlum að Ma hafi verið handtekinn af kínverskum stjórnvöldum vegna gruns um að hann hafi njósnað fyrir Japani. Kínverskir ráðamenn hafa hins vegar staðfastlega neitað að tjá sig um það.

Frétt mbl.is: Staðfesti orðróm um njósnir

Frétt mbl.is: Handtekinn grunaður um njósnir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert