Lánagreiðslur RÚV 593 milljónir á ári

Rekstur Ríkisútvarpsins hefur verið þungur síðustu ár.
Rekstur Ríkisútvarpsins hefur verið þungur síðustu ár. mbl.is/Sigurður Bogi

Lántaka Ríkisútvarpsins undanfarin þrjú ár vegna rekstraráranna 2012, 2013 og 2014 er að sliga rekstur fyrirtækisins, þannig að það getur ekki lengur staðið í skilum með afborganir af lánum sínum. Viðmælendur segja að RÚV sé í raun gjaldþrota.

Lántaka RÚV undanfarin tvö ár, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, nemur um 1.400 milljónum króna og eru vextir á lánunum 7,35%. Um er að ræða annúitetslán til 20 ára.

Í fréttaskýringu um rekstrarvanda RÚV í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að upphæðin sem RÚV þarf að borga af skuldabréfi Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins er 380 milljónir króna á ári. RÚV þarf að greiða 80 milljónir króna af lánum frá Landsbankanum á ári og vaxtakostnaður RÚV á ári er 133 milljónir króna. Samtals þarf fyrirtækið því að greiða 593 milljónir króna af lánum sínum og skuldabréfi árlega.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert