Leita að Christian um helgina

Christian Mathias Markus.
Christian Mathias Markus. mynd/Lögreglan á Vestfjörðum

Leit að þýska ferðamanninum Christian Mathias Markus verður haldið áfram við Látrabjarg um helgina. Síðast sást til mannsins þann 18. september síðastliðinn en bifreið sem hann hafði leigt fannst mannlaus á bílastæðinu við Látrabjarg 23. september. 

Ekki hefur verið leitað að manninum síðustu daga en veður hefur meðal annars hamlað leit. Veðurspá fyrir helgina er hagstæðari og munu björgunarsveitir á svæðinu ganga fjörur í von um að finna manninn. 

Vitað er maðurinn hafði dvalið hér á landi í nokkra daga áður en hann yfirgaf hót­elið í Breiðuvík í Vest­ur­byggð þann 18. sept­em­ber sl. Hann var einn á ferð. 

Að sögn lögreglu er búið að leita vel á svæðinu. Lögregla hefur reglulega haft samband við fjölskyldu mannsins vegna málsins. 

Fram kom frá lögreglunni væri fæddur 11. október 1980. Fjölskylda mannsins í Þýskalandi fór að óttast um Christian og hafði samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóraembættið.

Ef ein­hver hef­ur orðið var við ferðir Markus þá ósk­ar lög­regl­an á Vest­fjörðum eft­ir þeim upp­lýs­ing­um í síma 450-3730 eða í síma 112.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert