Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segir ljóst að Ríkisútvarpið sé og hafi verið í mörg ár yfirskuldsett.
Jafnframt hafi reksturinn lengi verið þungur. Tekjur RÚV dugi ekki fyrir þeirri þjónustu sem fyrirtækinu sé ætlað að bjóða upp á, lögum samkvæmt.
Magnús Geir segir í samtali í Morgunblaðinu í dag að það sé löggjafans að taka ákvörðun um það hvort hlutverk Ríkisútvarpsins eigi að vera óbreytt eða ekki.