240 manns vinna við bygginguna

Höfðatorgshótelið - mynd tekin 10. október 2014
Höfðatorgshótelið - mynd tekin 10. október 2014 mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lokið verður við að steypa upp hótelið á Höfðatorgi í lok nóvember líkt og til stóð og bílakjallarinn, sem er á þremur hæðum, er einnig á á ætlun, segir Hallgrímur Magnússon, byggingarstjóri Höfðatorgs.

Stefnt er að því að hót­elið taki til starfa sum­arið 2015 og er bygg­ing­ar­tím­inn rúm­ir átján mánuðir. Það er bygg­ing­ar­fyr­ir­tækið Eykt sem bygg­ir hót­elið líkt og aðrar bygg­ing­ar við Höfðatorg und­an­far­in ár.

Um 240 manns vinna við bygginguna um þessar mundir og mun sá fjöldi haldast að mestu þar til framkvæmdum lýkur í lok maí á næsta ári. Verið er að steypa fimmtándu hæðina og á sama tíma er annar hópur iðnaðarmanna að setja upp gifsveggi á tólftu hæðinni.

Þetta er sá taktur sem hefur verið í framkvæmdunum hér – á meðan einn hópur er í uppsteypu þá eru aðrir hópar að vinna inni þremur hæðum neðar. Í byrjun nóvember eigum við síðan von á innréttingunum inn á hæðirnar þannig að þetta á allt að ganga upp,“ segir Hallgrímur þegar mbl.is leit við hjá honum í vikunni.

Óskin kom frá ráðinu sem síðan hafnaði óskinni

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur féllst ekki á hugmyndir um að bæta einni hæð ofan á bygginguna á Höfðatorgi, þeirri sautjándu, þrátt fyrir að ósk þess efnis hafi komið frá ráðinu sjálfu en ekki frá húseiganda. Til stóð að hafa þar veitingaaðstöðu með miklu útsýni yfir miðborg Reykjavíkur.

Hallgrímur segir að ákvörðun umhverfis- og skipulagssviðs sé endanleg og því sé ekkert við þessu að gera þó svo hann telji að húsið hefði orðið fallegra ef breytingin hefði verið samþykkt. Samkvæmt henni hefði turninn ekki hækkað yfir samþykkt deiliskipulag og þetta hefði ekki haft áhrif á skuggamyndun í nágrenninu. Hann vill að öðru leyti ekki tjá sig um þessa ákvörðun ráðsins.

Verkefni af þeirri stærðargráðu sem sextán hæða bygging er og á að hýsa 340 hótelherbergi, veitingastaði ofl. er ekki bara mannfrek heldur kostnaðarsöm en veltan á þessum litla reit sem um ræðir eru um 400 milljónir króna í hverjum mánuði. Eins og hér var sagt að framan þá starfa 240 manns við bygginguna og á Hallgrímur ekki von á því að þeim eigi eftir að fjölga frekar.

Gengið vel að fá gott fólk til starfa

Mbl.is hefur fjallað um bygginguna allt frá því hún hófst og hefur þar meðal annars komið fram í máli Hallgríms að hann óttaðist að erfitt gæti reynst að fá mannskap til starfa nú í haust. Hann segir að það hafi ekki gengið eftir og í raun sé það eiginlega ótrúlegt hversu vel það hefur gengið að fá gott fólk til starfa. „Það sé lykilatriði við byggingu sem þessa að það sé gott starfsfólk sem hægt er að treysta.“

Þegar steypuvinnan dettur út þá fer sá hópur í innivinnu en tólf hæða íbúðaturn er til á teikniborðinu við hlið hótelsins. Sú bygging bíður samþykkis í umhverfis- og skipulagsráði.

Afhending um mánaðamót maí og júní 2015

Áætlunin hljóðar upp á að frá því framkvæmdir hófust myndu fyrstu gestirnir koma á hótelið átján mánuðum síðar. Það hefur staðist enn sem komið er og hótelið verður afhent rekstrarhæft um mánaðamótin maí/júní.

Unnið er við hótelbygginguna frá því snemma á morgnana fram á kvöld en ekki hefur komið til þess að setja vaktafyrirkomulag á sem Hallgrímur telur mikinn kost. „Það er ekki verið að keyra fólk út og okkar reynsla er sú að það borgar sig aldrei í jafn stóru verkefni og bygging sextán hæða hótels er.

Við höfum unnið verkið jafnt og þétt. Það þýðir að við höfum verið í sömu keyrslu allan tímann í stað þess að enda í allt of mikilli keyrslu seinni hluta verktímans. Við höfum kannski keyrt þetta hressilega áfram en við getum alveg átt von á því að síðustu vikurnar undir verklok þurfi að setja upp vaktir svo hægt verði að skila hótelinu á réttum tíma. En það verður væntanlega aldrei mjög langur tími sem er mikill kostur því það getur þýtt að byggingakostnaður rýkur upp,“ segir Hallgrímur.

Mbl.is mun heim­sækja Hall­grím næst eft­ir þrjá mánuði eða um miðjan janúar en líkt og fram hef­ur komið mun mbl.is fylgj­ast með fram­kvæmd­um við bygg­ingu hót­els­ins í máli og mynd­um allt þar til hót­elið tek­ur við fyrstu gest­un­um sum­arið 2015.

Höfðatorgshótelið - mynd tekin 10. október 2014
Höfðatorgshótelið - mynd tekin 10. október 2014 mbl.is/Eggert Jóhannesson
Höfðatorgshótelið - mynd tekin 10. október 2014
Höfðatorgshótelið - mynd tekin 10. október 2014 mbl.is/Eggert Jóhannesson
Höfðatorgshótelið - mynd tekin 10. október 2014
Höfðatorgshótelið - mynd tekin 10. október 2014 mbl.is/Eggert Jóhannesson
Hótelið við Höfðatorg - mynd tekin 22. september 2014
Hótelið við Höfðatorg - mynd tekin 22. september 2014 mbl.is/Ómar Óskarsson
Hótel rís við Höfðatorg, mynd tekin 8. október 2014
Hótel rís við Höfðatorg, mynd tekin 8. október 2014 mbl.is/Eggert Jóhannesson
Tölvuteikning af hæðinni sem var hafnað
Tölvuteikning af hæðinni sem var hafnað
Tölvuteikning af hótelinu við Höfðatorg
Tölvuteikning af hótelinu við Höfðatorg
Hótelið við Höfðatorg mynd tekin 22. september 2014
Hótelið við Höfðatorg mynd tekin 22. september 2014 mbl.is/Ómar Óskarsson
Höfðatorgshótelið - mynd tekin 10. október 2014
Höfðatorgshótelið - mynd tekin 10. október 2014 mbl.is/Eggert Jóhannesson
Höfðatorgshótelið - mynd tekin 10. október 2014
Höfðatorgshótelið - mynd tekin 10. október 2014 mbl.is/Eggert Jóhannesson
Höfðatorgshótelið - mynd tekin 10. október 2014
Höfðatorgshótelið - mynd tekin 10. október 2014 mbl.is/Eggert Jóhannesson
Höfðatorgshótelið - mynd tekin 10. október 2014
Höfðatorgshótelið - mynd tekin 10. október 2014 mbl.is/Eggert Jóhannesson
Höfðatorgshótelið - mynd tekin 10. október 2014
Höfðatorgshótelið - mynd tekin 10. október 2014 mbl.is/Eggert Jóhannesson
Höfðatorgshótelið - mynd tekin 10. október 2014
Höfðatorgshótelið - mynd tekin 10. október 2014 mbl.is/Eggert Jóhannesson
Höfðatorgshótelið - mynd tekin 10. október 2014
Höfðatorgshótelið - mynd tekin 10. október 2014 mbl.is/Eggert Jóhannesson
Höfðatorgshótelið - mynd tekin 10. október 2014
Höfðatorgshótelið - mynd tekin 10. október 2014 mbl.is/Eggert Jóhannesson
Höfðatorgshótelið - mynd tekin 10. október 2014
Höfðatorgshótelið - mynd tekin 10. október 2014 mbl.is/Eggert Jóhannesson
Höfðatorgshótelið - mynd tekin 10. október 2014
Höfðatorgshótelið - mynd tekin 10. október 2014 mbl.is/Eggert Jóhannesson
Höfðatorgshótelið - mynd tekin 10. október 2014
Höfðatorgshótelið - mynd tekin 10. október 2014 mbl.is/Eggert Jóhannesson
Höfðatorgshótelið - mynd tekin 10. október 2014
Höfðatorgshótelið - mynd tekin 10. október 2014 mbl.is/Eggert Jóhannesson
Höfðatorgshótelið - mynd tekin 10. október 2014
Höfðatorgshótelið - mynd tekin 10. október 2014 mbl.is/Eggert Jóhannesson
Höfðatorgshótelið - mynd tekin 10. október 2014
Höfðatorgshótelið - mynd tekin 10. október 2014 mbl.is/Eggert Jóhannesson
Höfðatorgshótelið - mynd tekin 10. október 2014
Höfðatorgshótelið - mynd tekin 10. október 2014 mbl.is/Eggert Jóhannesson
Höfðatorgshótelið - mynd tekin 10. október 2014
Höfðatorgshótelið - mynd tekin 10. október 2014 mbl.is/Eggert Jóhannesson
Höfðatorgshótelið - mynd tekin 10. október 2014
Höfðatorgshótelið - mynd tekin 10. október 2014 mbl.is/Eggert Jóhannesson
Höfðatorgshótelið - mynd tekin 10. október 2014
Höfðatorgshótelið - mynd tekin 10. október 2014 mbl.is/Eggert Jóhannesson
Höfðatorgshótelið - mynd tekin 10. október 2014
Höfðatorgshótelið - mynd tekin 10. október 2014 mbl.is/Eggert Jóhannesson
Höfðatorgshótelið - mynd tekin 10. október 2014 - nokkrum hæðum …
Höfðatorgshótelið - mynd tekin 10. október 2014 - nokkrum hæðum ofar er verið að steypa upp hæð mbl.is/Eggert Jóhannesson
Höfðatorgshótelið - mynd tekin 10. október 2014
Höfðatorgshótelið - mynd tekin 10. október 2014 mbl.is/Eggert Jóhannesson
Höfðatorgshótelið - mynd tekin 10. október 2014
Höfðatorgshótelið - mynd tekin 10. október 2014 mbl.is/Eggert Jóhannesson
Höfðatorgshótelið - mynd tekin 10. október 2014
Höfðatorgshótelið - mynd tekin 10. október 2014 mbl.is/Eggert Jóhannesson
Hallgrímur Magnússon, byggingarstjóri Höfðatorgs.
Hallgrímur Magnússon, byggingarstjóri Höfðatorgs. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert