Krummi dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi

Oddur Hrafn Stefán Björgvinsson, eða Krummi í Mínus.
Oddur Hrafn Stefán Björgvinsson, eða Krummi í Mínus. mbl.is/Kristinn

Odd­ur Hrafn Stefán Björg­vins­son var í morg­un dæmd­ur í sex­tíu daga skil­orðsbundið fang­elsi vegna árás­ar á lög­reglu­mann við skyldu­störf. Odd­ur Hrafn, bet­ur þekkt­ur sem Krummi í Mín­us, hafnaði al­farið sak­argift­um en Héraðsdóm­ur Reykja­ness féllst ekki á rök­semd­ir verj­anda hans.

Í ákær­unni sagði að Krummi hefði ráðist með of­beldi á lög­reglu­mann við skyldu­störf við Snorra­braut í Reykja­vík 12. júní 2013. Einnig að hann hefði sparkað í hægri fót­legg lög­reglu­manns­ins.

Vil­hjálm­ur H. Vil­hjálms­son, verj­andi Krumma, sagði eft­ir fyr­ir­töku í mál­inu að það væri allt hið und­ar­leg­asta. Þannig hefði um­rædd­ur lög­reglumaður enga áverka fengið eft­ir hið meinta spark og ekk­ert hefði verið rætt við vitni á staðnum. Málið hefði verið af­greitt með sam­hljóða skýrsl­um tveggja lög­reglu­manna sem skrifaðar voru á nán­ast sömu mín­útu.

Frétt mbl.is: Eng­ir áverk­ar eft­ir „spark“ Krumma

Frétt mbl.is: Krummi neit­ar sök

Frétt mbl.is: Krummi ákærður fyr­ir að sparka í lög­reglu­mann

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka