Ég sakna fortíðarinnar!

Þar sem ís­inn rym­ur er sér­blað sem fylgdi Morg­un­blaðinu föstu­dag­inn 31. októ­ber. Þar segja Ragn­ar Ax­els­son (RAX) og fleiri frá ferð sinni um Græn­land í máli og mynd­um. 

Hér seg­ir græn­lenski veiðimaður­inn Hjel­mer Hammeken frá því hvernig Græn­land hef­ur breyst á und­an­förn­um árum og ára­tug­um.

Mynd­irn­ar sem RAX tók eru í myndasyrpu sem fylg­ir frétt­inni. Þar að auki má hér sjá stutt viðtöl og mynd­brot úr ferð þeirra.

Hægt er að nálg­ast blaðið í pdf-út­gáfu neðst í þess­ari grein. Til að sjá mynd­irn­ar á sem best­an hátt er mælt með að skoða heila opnu í skjal­inu í einu.

Ég sakna fortíðar­inn­ar!

TEXTI: Hjel­mer Hammeken, veiðimaður í Ittoqqortoormit

Á síðustu árum hef­ur ástandið á ísn­um verið slæmt, ís­inn er þunn­ur og ís­brún­in, þar sem sel­irn­ir halda sig mest, langt inni í firðinum. Þá er erfiðara fyr­ir okk­ur að stunda veiðar með hunda­sleðum. Nú kem­ur fyr­ir að við get­um siglt að vetr­ar­lagi en fyr­ir 20-25 árum var það óhugs­andi. Sel­irn­ir eru mest við rekís­inn og þar sem lagnaðar­ís­inn er ekki leng­ur þarna á sumr­in verðum við að sigla lengra en áður til að finna sel­inn og kosta meira til. Fyr­ir okk­ur at­vinnu­veiðimenn er sel­veiði að sum­ar­lagi ekki leng­ur jafn álit­leg og áður.

Það er meira um hvíta­birni en áður, kannski vegna ástands­ins á ísn­um, eða það segja líf­fræðing­arn­ir. Þeir segja að nú sé minna af ís og þess vegna komi björn­inn nær landi og við sjá­um því birni sem hefðu átt að vera langt úti á lagnaðarísn­um. En nú hef­ur ekki verið neinn lagnaðarís á sumr­in síðustu 10-15 árin og við sjá­um fleiri birni bæði á sumr­in og vet­urna. Þá fer maður að velta fyr­ir sér hvort ástæðan sé ekki veiðikvóta­setn­ing­in sem byrjaði fyr­ir tíu árum. Við meg­um nú ekki skjóta dýr með unga og við, veiðimenn­irn­ir í Ittoqqortoormit, meg­um bara veiða 35 dýr. Ég er því far­inn að halda að kvóta­setn­ing­in hafi borið ár­ang­ur á okk­ar svæði.

Við veiðum árskvót­ann okk­ar ná­lægt þorp­inu á aðeins hálfu ári, við för­um ekki í lang­ferðir til að skjóta hvíta­birni eins og við gerðum áður. Sauðnaut­in hafa það gott enn sem komið er og munu hafa það gott meðan ekki rign­ir og snjó­ar á víxl á vet­urna.

Framtíð Græn­lands, hvað með hana? Fyr­ir suma verður lífið auðveld­ara og fyr­ir aðra erfiðara nú á tím­um hnatt­rænn­ar hlýn­un­ar, eins og ann­ars staðar á heim­ili okk­ar allra, sjálfri plán­et­unni. En sem at­vinnu­veiðimaður á tím­um hlýn­un­ar verði ég að segja að ég sakna fortíðar­inn­ar, já, bara eins og hún var fyr­ir 15-25 árum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert