Nokkur þúsund manns á Austurvelli

Nokk­ur þúsund manns eru sam­an kom­in á Aust­ur­velli til mót­mæla. Fremst­ur í flokki fer tón­list­armaður­inn Svavar Knút­ur Krist­ins­son sem hélt inn­blásna ræðu fyr­ir fólkið. „Fólk er reitt yfir svo mörgu,“ sagði Svavar Knút­ur í sam­tali við mbl.is á dög­un­um.

Alls höfðu vel á sjö­unda þús­uns boðað komu sína á Face­book-síðu mót­mæl­anna. „Fólk er reitt yfir svo mörgu. Því líður eins og það sé verið að taka grunn­gildi Íslands í sund­ur; sam­hjálp­ina, sam­stöðuna og sam­fé­lagið. Það sé verið að tæta í sund­ur mögu­leika fólks á mennt­un á full­orðins­ár­um, tæta í sund­ur heil­brigðis­kerfið og daðra við einka­væðingu,“ sagði Svavar Knút­ur í sam­tali við mbl.is.

Spurður út í skipu­lag mót­mæl­anna, þ.e. hvort flytja eigi ávörp eða af­henda rík­is­stjórn­inni áskor­un, sagði bú­ast mætti við tóna­flóði enda hafi marg­ir tón­list­ar­menn boðað komu sína.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert