Nokkur þúsund manns á Austurvelli

Nokkur þúsund manns eru saman komin á Austurvelli til mótmæla. Fremstur í flokki fer tónlistarmaðurinn Svavar Knútur Kristinsson sem hélt innblásna ræðu fyrir fólkið. „Fólk er reitt yfir svo mörgu,“ sagði Svavar Knútur í samtali við mbl.is á dögunum.

Alls höfðu vel á sjöunda þúsuns boðað komu sína á Facebook-síðu mótmælanna. „Fólk er reitt yfir svo mörgu. Því líður eins og það sé verið að taka grunngildi Íslands í sundur; samhjálpina, samstöðuna og samfélagið. Það sé verið að tæta í sundur möguleika fólks á menntun á fullorðinsárum, tæta í sundur heilbrigðiskerfið og daðra við einkavæðingu,“ sagði Svavar Knútur í samtali við mbl.is.

Spurður út í skipulag mótmælanna, þ.e. hvort flytja eigi ávörp eða afhenda ríkisstjórninni áskorun, sagði búast mætti við tónaflóði enda hafi margir tónlistarmenn boðað komu sína.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert