Hefur ekki enn komist að niðurstöðu

Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis.
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segist ekki geta staðfest að hann hafi komist að þeirri niðurstöðu að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hafi brotið gegn óskráðri reglu um hæfi í samskiptum sínum við Stefán Eiríkisson, fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, líkt og Stöð 2 telur sig hafa heimildir fyrir.

Þetta segir Tryggvi í samtali við mbl.is. Hann segist ekki geta staðfest þetta þar sem hann sé enn að vinna í málinu og niðurstaða liggi ekki fyrir. Hann segir þó gera ráð fyrir að niðurstaða athugunarinnar verði birt í næstu næstu viku, líkt og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert