Spurði ítrekað og fékk alltaf sömu svörin

Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra.
Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra. Eggert Jóhannesson

„Ég treysti manninum og hafði ekki forsendur til annars. Hann var starfsmaður minn og hluti af teyminu hér. Hann gaf aldrei til kynna með neinum hætti að hann hefði sent frá sér upplýsingarnar. Ég spurði hann ítrekað og fékk alltaf sömu svörin,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra í samtali við mbl.is, aðspurð um hvort hún hafi aldrei haft Gísla Frey Valdórsson, fv. aðstoðarmann innanríkisráðherra, grunaðan. 

Aðspurð segist Hanna Birna ekki hafa í huga að segja af sér sem innanríkisráðherra. 

Hanna Birna segist bera pólitíska ábyrgð á sínum aðstoðarmönnum. „Þetta var lögbrot sem ég hafði enga vitneskju um, gat ekki stöðvað eða brugðist við fyrr eins og ég hefði gjarnan vilja gera. Ég er búin að segja af mér sem dómsmálaráðherra, gerði það um leið og Gísli var ákæður. Ég veit ekki hvort menn vilja að ég segi oft af mér,“ sagði Hanna Birna í samtali við mbl.is. 

Sagðir þú Alþingi satt allan tímann um meðferð ráðuneytisins í málinu?

„Ég af Alþingi alltaf bestu upplýsingarnar sem ég hafði á hverjum tíma.“

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert