Lögmaður Gísla vék af fundi

Ólafur Garðarsson hæstaréttarlögmaður og skjólstæðingur hans, Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi …
Ólafur Garðarsson hæstaréttarlögmaður og skjólstæðingur hans, Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður iðnaðarráðherra. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ólafur Garðarsson, hæstaréttarlögmaður og verjandi Gísla Freys Valdórssonar, fyrrverandi aðstoðarmanns innanríkisráðherra, vék af fundi Persónuverndar í gær, þegar fundurinn fjallaði um samskipti Gísla Freys og Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, fyrrverandi lögreglustjóra Suðurnesja og núverandi lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Ólafur er aðalmaður í stjórn Persónuverndar.

Ekki fæst upp gefið nákvæmlega hvað var rætt á fundinum eða hver niðurstaða hans var.

Spurður að því á hvaða forsendum málið hafi verið tekið upp segir Þórður Sveinsson, forstöðumaður lögfræðisviðs, hlutverk Persónuverndar að fjalla um mál þar sem reynir á hvort persónuupplýsingar hafi farið milli aðila.

„Þarna virðist vera, af fréttaflutningi að dæma, að mögulega hafi einhverjum persónuupplýsingum verið miðlað og þá er það bara eitthvað sem fellur undir verksvið Persónuverndar að fjalla um,“ segir Þórður.

Hann segist ekki geta svarað því á þessari stundu hvort málið hefði verið tekið til umræðu á grundvelli 6. greinar reglugerðar um meðferð persónuupplýsinga hjá lögreglu, þar sem fjallað er um miðlun persónuupplýsinga.

Í 6. greininni segir m.a. að miðla megi persónuupplýsingum innan lögreglunnar, til ákæruvaldsins og Fangelsismálastofnunnar en þeim verði aðeins miðlað til annarra stjórnvalda eða til einkaaðila í eftirfarandi tilvikum:

1. Vegna umsókna um störf á sviði löggæslu, tollgæslu eða landhelgisgæslu

2. Samkvæmt lagaheimild

3. Samkvæmt heimild Persónuverndar

4. Ef miðlun upplýsinga er nauðsynleg til að koma í veg fyrir alvarlega og aðsteðjandi hættu

5. Ef viðkomandi er tryggingafélag sem hefur með höndum uppgjör vegna tjóns og upplýsingarnar eru málefnalegar og nauðsynlegar til að ljúka uppgjörinu

6. Ríkislögreglustjóra er heimilt að miðla upplýsingum til tryggingafélags um punktastöðu vátryggingataka úr ökuferilsskrá, enda liggi fyrir upplýst samþykki vátryggingataka

Þess má geta að í 7. grein reglugerðarinnar segir að persónuupplýsingar sem lögregla hefur miðlað megi ekki nýta í öðrum tilgangi en þeim sem lýst var í beiðni um upplýsingarnar. Notkun upplýsinga í öðru skyni sé háð samþykki viðkomandi lögregluyfirvalds.

v

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert