Nýr ráðherra verði skipaður sem fyrst

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra,
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, mbl.is/Kristinn

Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra og formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ist virða ákvörðun Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur um að segja af sér embætti. „Fyrst og fremst er það eft­ir­sjá að Hönnu Birnu úr rík­is­stjórn­inni,“ seg­ir Bjarni í sam­tali við mbl.is.

„Þetta er per­sónu­leg ákvörðun sem hún tek­ur. Við sát­um sam­an og rædd­um um þessa hluti. Hún hef­ur síðan gefið út sína yf­ir­lýs­ingu og ég virði þessa niður­stöðu henn­ar. Það dylst eng­um að þetta hef­ur verið henni erfitt og það hef­ur legið fyr­ir að það gæti verið erfitt fyr­ir hana að ná þeim ár­angri í starfi sem hún sæk­ist eft­ir á meðan málið [leka­málið svo­kallaða] litar öll henn­ar störf,“ seg­ir Bjarni.

Hann kveðst sann­færður um að Hanna Birna muni koma tví­efld til baka í þingið eft­ir stutt hlé og styrkja flokk­inn í þing­leg­um störf­um hans.

Aðspurður vill Bjarni ekki gefa upp hvenær hann fékk að vita um ákvörðun Hönnu Birnu. „Við átt­um sam­tal fyr­ir stuttu og hún gerði mér grein fyr­ir þess­ari niður­stöðu,“ seg­ir hann. 

Mik­il­vægt að eyða óviss­unni sem fyrst

Spurður hver muni taka við sem inn­an­rík­is­ráðherra seg­ir Bjarni: „Það er mik­il­vægt að eyða óviss­unni um það sem allra fyrst. Ég hef nefnt það við for­sæt­is­ráðherra nú þegar að ég leggi áherslu á að við skip­um nýj­an ráðherra sem allra fyrst. Það mun ég ræða við for­sæt­is­ráðherra og auðvitað fyrst og fremst við þing­flokk sjálf­stæðismanna næstu sól­ar­hring­ana og leita eft­ir því að fá botn í það án óþarfa tafa,“ seg­ir Bjarni.

Hvað varðar arf­taka Hönnu Birnu í inn­an­rík­is­ráðuneyt­inu seg­ir Bjarni: „Ég ætla að ræða það við þing­flokk­inn fyrst af öll­um.“ Ekki ligg­ur fyr­ir tíma­setn­ing hvenær þing­flokk­ur­inn muni koma sam­an en gera má ráð fyr­ir að það verði í kvöld eða um helg­ina.

„Það er eng­in ástæða til að bíða lengi með það,“ seg­ir Bjarni.

Per­sónu­leg ákvörðun

Spurður hvort hann telji að Hanna Birna hafi tekið rétta ákvörðun seg­ir Bjarni að það sé ekki hans hlut­verk að dæma fyr­ir hönd Hönnu Birnu.

„Þetta er mjög per­sónu­leg ákvörðun. Það er með okk­ur öll að við þurf­um bæði að hafa skýrt umboð og stuðning, en við þurf­um líka að hafa vilja og trú á því að við get­um sinnt verk­efn­um okk­ar eins og okk­ur lang­ar til. Í þessu til­viki þá virði ég niður­stöðu Hönnu Birnu að þær aðstæður hafi skap­ast að hún sæk­ist ekki leng­ur eft­ir því að sitja sem ráðherra,“ seg­ir Bjarni að lok­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert