Fjölmargir lektorar, prófessorar, aðjúnktar, deildarstjórar og fleiri starfsmenn Háskóla Íslands hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem niðurskurðaráformum stjórnvalda á RÚV í fjárlögum er harðlega mótmælt.
„Rúv er ein helsta menningarstofnun þjóðarinnar og fé hennar hefur verið skorið niður um 30% á undanförnum árum. Nú er verið að vega að grundvelli stofnunarinnar sem getur þá ekki sinnt lögbundnum verkefnum sínum lengur. Við hvetjum stjórnvöld og Alþingi til að taka þessi áform til endurskoðunar og gera Rúv kleift að starfa áfram sem sú menningarstofnun sem við viljum hafa í landinu,“ segir í ályktuninni sem stíluð er á „hið háa Alþingi“ og send öllum þingmönnum.
Undir ályktunina skrifa:
Auður Ólafsdóttir, forstöðumaður og rithöfundur Ásdís Egilsdóttir, prófessor Ásgrímur Angantýsson, lektor Ástráður Eysteinsson, forseti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands Bergljót Kristjánsdóttir, prófessor Bernharð Antoniussen, verkefnisstjóri Björn Þorsteinsson, lektor Dagný Kristjánsdóttir, prófessor Davíð Ólafsson, aðjúnkt Désirée Louise Neijmann, aðjúnkt Eyjólfur Már Sigurðsson, deildarstjóri Eyvindur Pétur Eiríksson, rithöfundur Gauti Kristmannsson, prófessor Geir Sigurðsson, dósent Gottskálk Jensson, prófessor Gro Tove Sandsmark, lektor Guðmundur Hálfdanarson, prófessor Guðni Elísson, prófessor Guðrún Theodórsdóttir, lektor Gunnþórunn Guðmundsdóttir, prófessor Heiða Jóhannsdóttir, aðjúnkt Helgi Þorláksson, prófessor Hjalti Hugason, prófessor Hólmfríður Garðarsdóttir, prófessor Ingibjörg Ágústsdóttir, lektor Irma Erlingsdóttir, dósent og forstöðumaður Jón Axel Harðarson, prófessor Jón Karl Helgason, prófessor Júlían M. D‘Arcy, prófessor Kolbrún Friðriksdóttir, aðjúnkt Kristín I. Pálsdóttir, verkefnisstjóri Kristján Árnason, prófessor Magnús Snædal, prófessor Margrét Jónsdóttir, prófessor Orri Vésteinsson, prófessor Ólafur Rastrick, lektor Pétur Knútsson, stundakennari Ragnheiður Kristjánsdóttir, lektor Sigrún Sigríðardóttir, verkefnisstjóri Sólveig Anna Bóasdóttir, prófessor Svavar Steinarr Guðmundsson, verkefnisstjóri Sverrir Jakobsson, prófessor og Þórhallur Eyþórsson, prófessor.