Dr. Gunni: Vandi RÚV leystur með frjálsum framlögum

Dr. Gunni.
Dr. Gunni. mbl.is/Golli

Gunn­ar Lár­us Hjálm­ars­son, Dr. Gunni, setur fram þá hugmynd að leysa rekstrarvanda RÚV með frjálsum framlögum.

Dr. Gunni skrifar færslu um málið á bloggsíðu sína. „Sorrí að nefna það en það er bara hellingur af fólki sem hlustar aldrei á Rás 1 eða 2 og horfir aldrei á Rúv. Er samt látið borga nefskatt, nú 19.400 krónur á ári, 17.800 krónur á næsta ári og 16.400 krónur 2016. Skil vel að það sé fúlt að þurfa að borga fyrir eitthvað sem það notar aldrei,“ skrifar hann og heldur svo áfram: „Ég get alveg tekið undir með því að Rás 1 er hin eina sanna hljóðrás lífsins – þjóðarútvarp, eða hvaða upphafningu fólk vill nota – af því maður ólst upp við þetta og vill hafa þetta áfram í svipaðri mynd. Fullt af góðu stöffi í gangi þarna, og meira kjöt á beinum en á öðrum útvarpsstöðvum. Meiri dýpt og vandvirkni.“

En svo kemur hann sér að efninu: „En núna sem sé kemur það sem ég ætlaði að segja varðandi það hvernig vandi Rúv verður leystur: Með frjálsum framlögum þeirra sem elska þetta efni og þessar stöðvar það mikið að þeir eru til í að borga meira en nefskattinn. Svona er þetta gert með NPR, National Public Radio í USA, sem er svipuð og Rás 1 hér. Það hljóta að vera fimmtíu þúsund manns á landinu sem eru til í að borga 10 þúsund kall aukalega árlega. Það gera 500 milljónir á ári. Jafnvel hægt að eyrnamerkja það dagskrárgerð.

Er þetta alveg sturluð hugmynd?“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert