Stúlkunum hleypt inn í Bretland

Yus­h­an Chai og Jix­in Yu.
Yus­h­an Chai og Jix­in Yu.

Kín­versku stúlk­un­um tveim­ur, sem glötuðu vega­bréf­um sín­um hér á landi á Þor­láks­messu, var hleypt inn í Bret­land þegar þær komu þangað í gær­kvöldi. Þetta staðfest­ir Jón Víðis Jak­obs­son sem var þeim inn­an hand­ar hér á landi vegna máls­ins.

Stúlk­urn­ar, Yus­h­an Chai og Jix­in Yu, telja sig hafa skilið hand­far­ang­ur sinn eft­ir í rútu á veg­um Gray Line, og þar á meðal vega­bréf­in, á meðan þær fóru í hesta­ferð. Rút­an fór á meðan og önn­ur kom í staðinn. Rútu­fyr­ir­tækið seg­ir að farþegar hafi hins veg­ar verið varaðir við því að rút­an myndi ekki bíða á meðan á hesta­ferðinni stæði. Þá hafi þris­var verið leitað í rút­unni án þess að hand­far­ang­ur­inn hafi fund­ist. Fyr­ir­tækið geti ekki borið ábyrgð á hand­far­angri farþega frek­ar en önn­ur fyr­ir­tæki í farþega­flutn­ing­um.

Stúlk­urn­ar fengu bráðabirgðavega­bréf í kín­verska sendi­ráðinu en ekki vega­bréfa­árit­un til Bret­lands. Þangað þurftu þær að kom­ast þar sem þær eru við nám í land­inu og þurfa að þreyta próf og skila verk­efn­um í janú­ar. Þær ákváðu því að láta reyna á það að kom­ast inn í Bret­land en þær höfðu einnig orðið sér úti um staðfest­ingu frá skól­un­um sem þær stunda nám við á nám­svist­inni. Það hef­ur sem sagt gengið eft­ir. Að öðrum kosti hefðu þær þurft að fara til Kína og þaðan aft­ur til Bret­lands eft­ir að hafa orðið sér úti um vega­bréfa­árit­un sem hefði getað tekið lang­an tíma og sett nám þeirra í upp­nám.

Ánægð með hvernig Gray Line tók á mál­inu

Gray Line seg­ist hafa reynt allt til þess að aðstoða stúlk­urn­ar í erfiðleik­um þeirra. Meðal ann­ars greiddi fyr­ir­tækið flugið til Bret­lands og hót­elg­ist­ingu hér á landi þann tíma sem þær þurftu að vera hér leng­ur en til stóð. Í því fel­ist þó eng­in viður­kenn­ing á ábyrgð held­ur hafi aðeins verið reynt að liðsinna þeim í vand­ræðum þeirra. Jón Víðis tek­ur und­ir það að fyr­ir­tækið hafi verið mjög hjálp­samt við stúlk­urn­ar þó það hafi að hans mati tekið aðeins of seint við sér.

Jón seg­ist hafa fengið þau skila­boð frá stúlk­un­um skömmu fyr­ir miðnætti í gær að þær væru komn­ar inn í Bret­land og gætu í fram­hald­inu fengið þá papp­íra sem þær þurfi á að halda og haldið áfram námi sínu í land­inu.

„Það er rétt að það komi fram að bæði ég og þær erum mjög ánægð með hvernig Gray Line tók á mál­un­um og þá sér­stak­lega Rún­ar Garðars­son [rekstr­ar­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins], eft­ir að ljóst var að ekki myndi tak­ast að finna tösk­urn­ar, þar sem Gray Line bauðst til að borga þann auka­kostnað sem þær urðu fyr­ir vegna dval­ar og flugs. Mín aðkoma fólst aðallega í því að styðja við það sem þær voru að gera, vega­laus­ar í ókunnu landi,“ seg­ir Jón enn­frem­ur.

Frétt­ir mbl.is:

Allt reynt til að aðstoða stúlk­urn­ar

Fá farið og gist­ing­una greidda

Reyna að kom­ast inn í Bret­land

Fast­ar á Íslandi yfir jól­in

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert