Fengu frest til að bæta eldvarnir

Bílakjallarinn í Hamraborg 14-38 í Kópavogi.
Bílakjallarinn í Hamraborg 14-38 í Kópavogi. mbl.is/Ómar

Hamraborgarráð hefur fengið frest til 15. febrúar til að vinna úr tilboðum í brunavarnakerfi í bílakjallarann í Hamraborg 14-38 í Kópavogi. Slökkviliðið hafði hug á að loka kjallaranum í dag vegna ófullnægjandi eldvarna en ástandið hefur eins og fram hefur komið verið óviðunandi í áratugi.

„Þarna var haldinn fundur þar sem ákveðið var að fara í tilboðsvinnu til að bæta úr brunavörnum í bílkjallaranum og nú er vinna farin af stað til að bæta úr ástandinu. Það var það sem við vildum sjá gerast,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, í samtali við mbl.is.

Sjá fyrri frétt mbl.is þar sem atburðarásin er rakin.

Deilan um brunagildruna óleyst

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert