Álit umboðsmanns Alþingis á samskiptum fyrrverandi innanríkisráðherra og fyrrverandi lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins verður kynnt kl. 9.30 í dag.
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf fund kl. 8 í morgun þar sem fjallað er um fyrirkomulag á umfjöllun um niðurstöður frumkvæðisathugunar umboðsmanns Alþingis á samskiptum fyrrverandi innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, og fyrrverandi lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, Stefáns Eiríkssonar, í tengslum við lekamálið svokallaða.
Opinn fundur verður svo í nefndinni kl. 9.30 þar sem fjallað verður um niðurstöður álitsins.
Gestir fundarins verða: