„Ég treysti henni fullkomlega“

„Sú staða er í mínum huga óbreytt. Hún er ekki fyrsta manneskja sem gerir einhvers konar mistök. Mér finnst þau ekki alvarleg, hún hefur axlað sína ábyrgð og heldur bara áfram því sem henni dettur í hug að gera.“

Þetta segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, í samtali við mbl.is spurður um framtíð Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, þingmanns flokksins og fyrrverandi innanríkisráðherra, í kjölfar niðurstaða umboðsmanns Alþingis um samskipti hennar við Stefán Eiríksson, þáverandi lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, í tengslum við svokallað lekamál.

„Ég treysti henni fullkomlega til þess að koma aftur inn á þing og halda áfram störfum sínum sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins.“

Leiðrétting: Brynjar Níelsson er ranglega merktur sem Tryggvi Gunnarsson í myndbandinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka