Nefndarmenn í stjórnskipunar og eftirlitsnefnd hafa boðið Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, að koma á fund til að gera grein fyrir málinu og svara spurningum en Ögmundur Jónasson, formaður nefndarinnar, segir yfirlýsingar hennar á þingi orki margar hverjar tvímælis.
Að öðru leyti segir Ögmundur að í dag hafi verið farið langt með að ljúka málinu og er ánægður með störf umboðsmanns alþingis sem gaf skýrsu á fundi nefndarinnar í morgun.
mbl.is ræddi við Ögmund að fundinum loknum.