Hvað sagði Sigmundur Davíð?

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráðherra seg­ir það rangt eft­ir sér haft á mbl.is að þjóðin skuli læra af leka­mál­inu. Hið rétta er að for­sæt­is­ráðherra sagði að „menn“ þyrftu að læra af mál­inu. Ann­ars veg­ar varðandi meðferð trúnaðar­upp­lýs­inga og hins veg­ar varðandi umræðumenn­ing­una í land­inu. Mbl.is birt­ir hér að neðan viðtalið í heild, orðrétt.

For­saga máls­ins er sú að föstu­dags­kvöldið 21. nóv­em­ber sl. birt­ist viðtal við Sig­mund Davíð á mbl.is með fyr­ir­sögn­inni „Þjóðin læri af leka­mál­inu“. Til­efni viðtals­ins var af­sögn Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur sem inn­an­rík­is­ráðherra þá fyrr um dag­inn. 

Sig­mund­ur Davíð sendi í kjöl­farið Sig­ur­jóni Magnúsi Eg­ils­syni, stjórn­anda út­varpsþátt­ar­ins Sprengisands, sms-skila­boð að morgni sunnu­dags­ins 23. nóv­em­ber þar sem hann sagði rangt eft­ir sér haft á mbl.is. 

Lóa Pind Al­dís­ar­dótt­ir, sjón­varps­kona á Stöð 2, bar fyr­ir­sögn­ina und­ir Sig­mund­ur Davíð í þætt­in­um Kryddsíld á gaml­árs­dag og kvaðst Sig­mund­ur Davíð þá aldrei hafa tekið svona til orða.

Um­rædd frétt á mbl.is 21. nóv­em­ber sl. var svo aft­ur til umræðu í þing­inu í vik­unni er for­sæt­is­ráðherra sagði frétt­ina ranga. „Ég sagði aldrei að þjóðin þyrfti að læra af mál­inu, þó svo að það hafi verið fyr­ir­sögn í Morg­un­blaðinu,“ sagði Sig­mund­ur Davíð en frétt um málið má nálg­ast hér.

Í til­efni af þess­ari umræðu er frétta­sam­talið við Sig­mund Davíð hér birt í heild sinni, óstytt, en það var tekið sím­leiðis að kvöldi föstu­dags­ins 21. nóv­em­ber. Sam­talið er hér birt með millifyr­ir­sögn­um. Tekið skal fram að höf­und­ur þess­ar­ar grein­ar tók um­rætt viðtal.

Gengið fram af grimmd gagn­vart Hönnu Birnu

Það varðar þetta mál sem nú er komið á þann stað að Hanna Birna seg­ir af sér. Ef við byrj­um á þínum viðbrögðum. Hver eru þín viðbrögð við þess­ari ákvörðun Hönnu Birnu?

„Það er mik­il eft­ir­sjá að Hönnu Birnu úr rík­is­stjórn­inni. Hún er búin að vera mjög öfl­ug­ur ráðherra. Það kom á óvart að þetta skyldi ger­ast á þess­um tíma­punkti, þó að hún hafi reynd­ar verið búin að segja að hún væri að velta fyr­ir sér stöðu sinni í stjórn­mál­um. Maður get­ur svo sem skilið rök henn­ar fyr­ir þess­ari ákvörðun. Hún er búin að þurfa að þola mjög mikið. Það hef­ur reynd­ar verið al­veg ótrú­legt að fylgj­ast með því hvað hef­ur verið komið fram oft og tíðum af mik­illi grimmd gagn­vart henni og jafn­vel ætt­ingj­um henn­ar, sumt af því op­in­ber­lega og annað ekki. Þannig að þetta hef­ur verið mikið álag og maður skil­ur að hún telji að það sé kannski ein­hverj­um tak­mörk­un­um háð hversu lengi er hægt að setja und­ir slíku.“

Hart gengið fram gegn Hönnu Birnu

Hafið þið sem nærri henni standið upp­lýs­ing­ar eða vitn­eskju um að það hafi verið beitt ódreng­skap í aðferðum gegn henni?

„Menn hafa nátt­úr­lega séð það op­in­ber­lega að það hef­ur verið farið mjög hart fram víða og oft og tíðum ómál­efna­lega, að menn nota orð sem ætti helst ekk­ert að nota í op­in­berri umræðu og jafn­vel hót­an­ir og allt slíkt sem nöfn­um tjá­ir að nefna. Þannig að sú hlið máls­ins er nátt­úr­lega mjög dökk.“

[Síma­sam­band slitn­ar – Viðtal hefst á ný]

Þú varst að ræða að þessi hlið mála væri mjög dökk. Gæt­irðu út­skýrt það ör­snöggt, botnað það?

„Það hef­ur nátt­úru­lega víða verið komið fram ekki bara af hörku gagn­vart henni held­ur hef­ur hún jafn­vel mátt sæta mjög ógeðfelld­um árás­um og hót­un­um og slíku, gagn­vart henni og fjöl­skyldu henn­ar. Það er eitt­hvað sem maður vill að sjálf­sögðu ekki sjá ger­ast í ís­lensku sam­fé­lagi.“

Ákvörðun yrði tek­in fyr­ir ára­mót

Nú kom til­kynn­ing frá inn­an­rík­is­ráðuneyt­inu [í ág­úst 2014] um að dóms­mál­in fær­ist yfir til þín. Hvað ger­ist næst? Verða dóms­mál­in áfram á þinni hendi?

„Eins og sagt var frá þá þegar, þegar þetta var til­kynnt, var frek­ar gert ráð fyr­ir að þetta yrði til skemmri tíma. Ég geri ráð fyr­ir að þetta held­ur flýti því að það kom­ist annað fyr­ir­komu­lag þar á. En ég á eft­ir að fara yfir það hvaða fyr­ir­komu­lag hent­ar best með for­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins.“

Áttu von á því, Sig­mund­ur Davíð, að það verði tek­in ákvörðun um það fyr­ir ára­mót hver framtíðar­skip­an í inn­an­rík­is­ráðuneyt­inu verður og hver verður ráðherra?

„Já, ég á von á því.“

Verða tveir ráðherr­ar? Verða ann­ars veg­ar dóms­málaráðherra og hins veg­ar inn­an­rík­is­ráðherra eða verða báðir mála­flokk­ar á hendi eins inn­an­rík­is­ráðherra?

„Þetta er eitt­hvað sem á eft­ir að leiða til lykta. Þegar þessu var skipt upp í ág­úst ... þá var það nefnt að það væri til skoðunar að stofna sér­stakt dóms­málaráðuneyti. Það mat svo sem breyt­ist ekk­ert við þenn­an at­b­urð núna. En við sjá­um til hver verða næstu skref í þessu.“

Hanna Birna snúi aft­ur sem þingmaður

Það eru þá loka­spurn­ing­ar. Ann­ars veg­ar varðandi stöðu Hönnu Birnu núna. Hvernig mynd­irðu meta mögu­leika henn­ar á að snúa aft­ur í rík­is­stjórn­ina? Nú er þetta kjör­tíma­bil tæp­lega hálfnað og mikið eft­ir af því. Hvernig mynd­irðu meta mögu­leika henn­ar?

„Já, hún snýr aft­ur í þingið eft­ir ára­mót og verður ör­ugg­lega mjög öfl­ug­ur þingmaður, mik­il­væg­ur stjórn­ar­meiri­hlut­an­um á þing­inu. Það er alls ekk­ert loku fyr­ir það skotið að Hanna Birna verði ráðherra aft­ur. Ég gæti mjög vel séð það ger­ast.“

Þú hef­ur talað mikið um umræðuna í land­inu og hvernig hún sé ekki rök­ræn...

„Já.“

Þú hef­ur oft beitt þér í þeim átök­um. En nú er þetta erfiða mál hugs­an­lega komið á enda­stöð með því að hún hætt­ir sem ráðherra. Hvaða póli­tísku áhrif tel­urðu að henn­ar ákvörðun muni hafa á stuðning við rík­is­stjórn­ina?

„Ég á ekki von á að það hafi endi­lega mik­il áhrif hvað það varðar, til eða frá. En von­andi verður þetta til þess að menn aðeins hugsi sinn gang og hvernig gengið er fram í umræðu á Íslandi. Menn hafa lært ým­is­legt af þessu máli. Hluti af því er meðferð trúnaðar­upp­lýs­inga og þar eru menn að reyna að taka sig á, ekki bara í ráðuneyt­un­um held­ur víðar og passa upp á að það leki ekki út upp­lýs­ing­ar sem eiga ekki að gera það. En það er ósk­andi að lær­dóm­ur­inn verði líka sá að menn komi ekki fram á þann hátt sem inn­an­rík­is­ráðherra hef­ur stund­um mátt þola í umræðu um þetta mál.“

Ein­mitt. Er eitt­hvað að öðru leyti sem þú vilt nefna við þessi tíma­mót?

„Nei, ég held að það sé bara komið.“

Naut stuðnings til að halda áfram

Það var eitt­hvað sem að ... ég er svona að velta fyr­ir mér hvort mér leyf­ist að spyrja þig hvort þú telj­ir að það sé til­efni fyr­ir hana að hætta út af þessu máli?

„Hún naut stuðnings til þess að halda áfram. En hún mat það þannig að það væri til­efni til þess að hætta, ekki hvað síst vegna þess álags sem hún hafði mátt þola og fjöl­skylda henn­ar líka. Þannig að ég treysti henni til að meta það.“

Hafið þið fram­sókn­ar­menn áhuga á, eða er ein­hver í þínum röðum sem þú sérð fyr­ir þér að gæti orðið inn­an­rík­is­ráðherra?

„Hvað seg­irðu?“

Er ein­hver fram­sókn­ar­maður sem þú sérð fyr­ir þér að gæti stigið fram núna og orðið inn­an­rík­is­ráðherra, hugs­an­lega um ára­mót­in?

„Við Bjarni Bene­dikts­son mun­um spá í þessa hluti áður en við för­um að tjá okk­ur um það í fjöl­miðlum.“

Þá að lok­um. Ég lofa því að þetta verði síðasta spurn­ing­in … Finnst þér umræðan – svo ég leggi út frá orðum þínum áðan – vera harðvítugri en þú hugs­an­lega bjóst við þegar þú tókst við sem for­sæt­is­ráðherra? Og hef­urðu áhyggj­ur af því hvernig þjóðfé­lagsum­ræðan er núna?

„Ég held að það sé ástæða fyr­ir alla til þess að hafa áhyggj­ur af því hvernig þjóðfé­lagsum­ræðan hef­ur þró­ast. Hún er auðvitað af­leiðing af ákveðnum tíðaranda sem hef­ur verið ríkj­andi und­an­far­in ár. En sá tíðarandi er ekki til þess fall­inn að byggja upp og gera sam­fé­lagið betra. Það sem við þurf­um á að halda er meiri rök­ræða um staðreynd­ir, um þau tæki­færi sem við stönd­um frammi fyr­ir og hvernig best sé að nýta þau. Semsagt raun­veru­leg póli­tísk rök­ræða og minna af hatri.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert