Konan er ófundin

Kon­an, sem björg­un­ar­sveit­ir hafa leitað að við Mýr­dals­jök­ul frá því fyr­ir miðnætti, er ófund­in sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Slysa­varna­fé­lag­inu Lands­björg.

Skil­yrði til leit­ar voru erfið í nótt að sögn Ólaf­ar Snæhólm Bald­urs­dótt­ur, upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjarg­ar. Björg­un­ar­sveit­ir fóru í skála á svæðinu og notuðu vélsleða og snjó­bíl við leit­ina. Um klukk­an sex var ákveðið að gera hlé á leit­inni vegna veðurs. Staðan verður end­ur­met­in klukk­an 11 að sögn Ólaf­ar.

Ekk­ert hef­ur spurst til kon­unn­ar frá því í há­deg­inu á föstu­dag­inn þegar skila­boð bár­ust frá henni í gegn­um svo­kallað SPOT-tæki, en hún hafði samið við vin­konu sína um að senda henni skila­boð með þeim hætti á 12 tíma fresti. Tók kon­an fram að bær­ust ekki boð i þrjú skipti væri það merki um að hún þyrfti aðstoð.

Kon­an lagði af stað á þriðju­dag og hugðist fara á göngu­skíðum í kring­um Mýr­dals­jök­ul, það upp aust­an við hann, fyr­ir hann norðan­meg­in og niður vest­an­meg­in og ganga þar Mæli­fellssand og Emstr­ur. Kon­an er á fer­tugs­aldri, er­lend en bú­sett hér á landi, og mjög vön ferðalög­um við erfiðar aðstæður.

Frétt mbl.is: Leitað að konu við Mýr­dals­jök­ul

Frétt mbl.is: Bú­ist við stormi og ofsa­veðri

Frétt mbl.is: Ofsa­veður? Hvað er nú það?

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert